EES-gerlar skulu fluttir inn

Afleiðingar EES-samningsins eru að Íslenskt lífríki, dýrastofnar og lýðheilsa skulu nú fá húsdýrasýkla Evrasíumeginlandsins óskerta. Og landbúnaðareitrin líka. Hrátt kjöt af sláturdýrunum þar, sem við vitum ekkert um meðferðina á, skal selt á eyjunni. Svo „dæmir“ EFTA-dómstólinn. Hann hefur ekki lögsögu í fríverslunarsamtökunum EFTA eins og nafnið bendir til en var settur á fót til þess að „dæma“ EES-löndin Ísland, Noreg og Liechtenstein til að hlýða tilskipunum ESB. Sem betur fer hafa dómar hans hingað til ekki verið taldir aðfararhæfir. En dómstólinn telur sig þess umkominn að setja Alþingi Íslendinga fyrir að setja stórhættuleg ákvæði í landslög.

http://www.eftacourt.int/fileadmin/user_upload/Files/Cases/2017/Joined_Cases_2_17_and_3__17/2_17_3_17_Judgment.pdf

Stjórnarskráin ætlast til þesss að íslenskir dómstólar dæmi í málum landsins. Hún nefnir ekki að erlendur „dómstóll“ hafi vald til að dæma Alþingi til að setja lög!

MRSA-sýklalyfjaþolnir gerlar

This entry was posted in Landbúnaður. Bookmark the permalink.