ESB fær dómsvald á Íslandi

Þegar Alþingi fær EES-tilskipun er bara að hlýða. En það er fáheyrt að undirlægjan nái því stigi að Alþingi færi ESB dómsvald um leið og það setur tilskipanir ESB í lög. Nýlega setti Alþingi í lög (nr 24/2017) að eftirlitsstofnanir ESB skuli hafa um hönd eftirlit með fjármálastarfsemi á Íslandi: -“Tilgangur laga þessara er að lögfesta evrópskt (les ESB) eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.—“ Það eru hvorki meira né minna en 4 ESB stofnanir sem fá valdið (EBA, EIOPA, ESMA , ESRB) og það verður líka hin að endemum þekkta eftirlitsstofnun ESA sem mun senda afrit af ákvörðunum ESB til Íslands til að hlýða. Aðallega til Fjármálaeftirlitsins sem veður nokkurs konar framlenging ESB í skriffinnsku og er orðið bákn sem er dýrt bönkunum, sem borga eftirlitsgjald, og þar með viðskiptavinum þeirra.

Þeir sem hafa sett sig inn í ástæður bankarhrunsins 8.10.08 vita að það var í faðmi regluverks ESB sem bankarnir útrásuðu, ofbólgnuðu og hrundu. En nú dýpkar ESB reglufenið fyrir íslenska banka enn og verður enn minna viðeigandi en áður.

En Alþingi lét ekki við sitja að setja 4 ESB stofnanir yfir bankana. Í lögunum stendur; —“Ákvarðanir ESA samkvæmt lögum þessum eru aðfararhæfar, sem og dómar og úrskurðir EFTA-dómstólsins —“. Mönnum var ekki sagt, fyrir samþykkt EES-samningsins, að niðurstöður svona stofnana væru aðfararhæfar. Lokaorð í dómsmálum átti að vera hjá íslenskum dómstólum.

Á heimasíðu ESA má lesa: „—ESA monitors compliance with European Economic Area rules in Iceland, Liechtenstein and Norway—“: —ESA fylgist með hlýðni við EES-reglur á Íslandi, Liechtenstein og Noregi.—

 

This entry was posted in Bankar. Bookmark the permalink.