Fær Ísland á sig dóm?

ESB-eftirlitið með Íslandi, ESA, hefur nú kært landið fyrir EES-dómstólnum (kallaður EFTA-dómstóllinn) fyrir að setja ekki ESB-reglugerðir um sjóðstjóra sérstakra sjóða. ESB segir þetta nauðsynlegt til að „samræma“ reglugerðir innri markaðarins. Þetta eru sömu rök og eru með öðrum tilskipunum ESB. Þau eru ekki byggð á þörf í þessu tilviki (frekar en flestum öðrum) heldur á miðstýringarstefnu ESB. Eins og landsmenn muna fengum við bankaregluverkið sem bankarnir hrundu í frá ESB vegna inniri markaðarins, þetta er greinilega í sama anda. (Athugið að „innri markaðurinn“ er ekki markaður heldur svæðið þar sem ESB hefur tilskipanavald). Eins og lesendur síðunnar þekkja setti Alþingi ESB-eftirlit yfir bankana 23. maí í vor leið (2017) og afhenti ESA og EFTA-dómstólnum aðfararhæft dómsvald. Það er greinilega stutt í að Ísland komist a sakaskrá verði EES samningnum ekki sagt upp fljótlega.

http://www.eftasurv.int/press–publications/press-releases/internal-market/iceland-to-the-efta-court-over-financial-services

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.