Orkufyrirtækin undir stjórn ESB

ESB áformar að taka við yfirstjórn orkuframleiðslu á Íslandi og hefur stofnað sérstaka eftirlitsstofnun til slíkra verka, ACER, staðsetta á Balkanskaga. ESB sendir nú EES-löndunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein, tilskipanir um að setja sína orkugeira undir ACER.

—útibú frá ACER verður stofnað á Íslandi, “Orkustjórnsýslustofnun”-OSS, sem felld verður undir hatt Orkustofnunar sem sjálfstæð stjórnsýslueining, og mun OSS taka við orkustjórnsýsluhlutverki Orkustofnunar að miklu leyti og á að verða óháð ráðuneyti orkumála, öðrum innlendum stofnunum og fyrirtækjum, en samt fara inn á íslenzku fjárlögin. —OSS lýtur ekki boðvaldi neinna íslenzkra yfirvalda, heldur verður eins og ríki í ríkinu með eigin framkvæmdastjóra, skipuðum til 6 ára í senn, sem tekur við skipunum frá ESA—“

Alþingi fær væntanlega tilskipanaböggulinn til samþykktar með vorinu.

Ef Alþingi samþykkir þetta, er — verið að fórna fullveldi landsins á mikilvægu sviði án nokkurs ávinnings fyrir landið. Þvert á móti gæti þessi innleiðing valdið hér stórtjóni: Hækkað raforkuverð gríðarlega — og stórskaðað samkeppnishæfni nánast allra fyrirtækja í landinu. Afleiðing af slíku er stórfelld lífskjararýrnun landsmanna. Í Noregi eru 18 % aðspurðra fylgjandi þessu ráðslagi, 38 % óákveðnir og 44 % andvígir —“

https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/#entry-2209257

This entry was posted in Orka. Bookmark the permalink.