Dýrari skriffinnska

Ný evrópsk persónuverndarlöggjöf tekur gildi þann 25. maí í Evrópu— talin hluti af EES—“.

Þetta þýðir á mannamáli: Ný ESB-tilskipun um meðferð einstaklingsupplýsinga vill ESB að taki gildi í ESB og EES í vor.

—Við höfum ekki fulla yfirsýn yfir það hversu mikill kostnaður þetta verður en hann verður all nokur—“

Þetta hljómar ekki sérlega hættulega en þegar að er gáð kemur í ljós:

— Verkefnið er mjög stórt og dýrt— löggjöfin er afar umfangsmikil og mun hafa gríðarlega mikil áhrif á opinbera aðila sem og einkaaðila.—Löggjöfin kallar á mikinn kostnað—“ —brot geta varðað háum sektum—“

Þetta hefur Morgunblaðið eftir talsmönnum Landspítalans og sveitarfélaganna 15. Jan., 2018. Ekki er hægt annað en hafa samúð með sjúkrahúsunum og sveitarfélögunum sem eru í stöðugri fjárþröng vegna nauðsynjamála og vilja því ekki eyða of miklu í íþyngjandi skriffinnskuæfingar.

Fréttin hljómar kunnuglega þegar sagt er frá EES-tilskipunum, sem oftast eru sagðar um „—góð mál—“ eða „—framfarir—“: Stóraukin skriffinnska; óþekktur og að hluta vafasamur ávinningur hérlendis; Alþingi og stjórnarráðið koma ekki með einfaldari lausnir og virðast ekki geta heimasmíðað reglurnar með samræmi við aðstæður hér; mikill kostnaður skattgreiðenda og fyrirtækja; háar sektir við yfirsjón; dýr eftirlitsstofnun. Og ESB (sem fjölmiðlarnir halda að sé sama og „Evrópa“) ætlar ekki að borga kostnaðaraukann.

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.