Ísland hefur engin áhrif á EES-tilskipanir

Þrátt fyrir ákvæði 2. kafla um „Tilhögun ákvarðanatöku“ í EES samningnum hafa EES-ríkin (Noregur, Ísland, Liechtenstein) engin áhrif á hvað af gerðum ESB eru teknar upp í EES samninginn.

•ESB ákveður hvaða gerðir skuli teknar upp í EES samninginn, EES nefndin samþykkir sjálfvirkt hvað Framkvæmdastjórn ESB ákveður, og Alþingi setur í lög ákvörðun EES nefndarinnar.

•Stjórnsýslan á Íslandi leiksoppur sífellt vaxandi fjölda laga, reglugerða, tilskipanna og ákvarðanna sem ESB krefst að verði hluti EES samningsins. Vegna samningsins hefur stofnunum fjölgað og stækkað, kostnaður hins opinbera stóraukist en dugir ekki til, ráðuneyti þurfa fleiri sérfræðinga og aukið fé til að anna regluflóði ESB.

•Ef Alþingi dregur að samþykkja regluflóðið stefnir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) Íslandi fyrir EFTA Dómstólinn sem ávallt dæmir samkvæmt því sem EES nefndin samþykkti. Ákvörðun um hvort einhver ákvörðun EES nefndarinnar stangist á við Stjórnarskránna er byggð á „innanhús áliti“ hvers ráðuneytis fyrir sig um sinn málaflokk.

•Er það ekki stjórnarskrárbrot að erlend nefnd fari með löggjafavaldið á Íslandi?

•Fyrir 100 árum lauk tilskipanavaldi Kaupmannahafnar í málefnum Íslendinga sem staðið hafði um aldir, en fyrir 25 árum tók við tilskipanavald ESB um helstu málefni okkar. Spurningin er, hversu lengi mun það standa.

https://www.frjalstland.is/valdastofnanir-esb-og-ees-samninguinn/

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.