Fokdýrt EES-bankaregluverk

Bankaregluverk ESB (og EES), sem þegar er búið að koma af stað hruni íslensks fjármálamarkaðar einu sinni, er enn við lýði og tilskipanaflóðið heldur árfram frá Brussel, íslensk stjórnvöld kokgleypa allt múðurlaust. Regluverk ESB er hannað fyrir markað sem er ekki bara strærri en sá íslenski heldur af annarri stærðargráðu. Kostnaðurinn fyrir litlu fyrirtækin hér er mikill og kemur niður á rekstri fjármálafyrirtækjanna og þar með vöxtunum og þjónustunni.

Rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja — einkennist auðvitað af smæð íslenska markaðarins —Eins hefur markaðnum ekki verið leyft að hagræða nóg, t.d. með samrekstri á grunnþjónustu. Það er auk þess fokdýrt að uppfylla kröfur sem upprunnar eru í ESB-regluverki sem samið er með fyrirtæki og markað af allt annarri stærðargráðu í huga—“

Morgunblaðið 18.1.2018 hefur eftir Kjartani Smára Höskuldssyni

This entry was posted in Bankar. Bookmark the permalink.