EES þvælist fyrir samningum

Þann 23 júní, 2016, urðu þau tímamót að helsta viðskiptaþjóð Íslands í tímans rás, Bretar, ákváðu að ganga úr Evrópusambandinu. Þar með urðu vissir samningar sem Ísland hefur gert við Evrópusambandið úreltir. Frægastur þeirra er hinn svo kallaði EES-samningur þar sem samið var um að ESB fengi tilskipanavald yfir vissum stjórnsýslusviðum á Íslandi í skiptum fyrir tilhliðranir á tollum með nokkrar íslenskar afurðir.

Verslunarhöftin þarf að afnema

Þau lönd sem næst Bretum hafa komið að mikilvægi fyrir íslenska utanríkisverslun, þegar frjáls verslun hefur ríkt, Bandaríkin og Rússland, eru nú ekki aðgengileg íslenskum fyrirtækjum eins og áður var. Um þessi lönd gilda verslunarhöft ESB sem Íslendingar eru háðir, m.a. vegna aðildar Íslands að EES, um „tæknilegar kröfur“, markaðsleyfi, skráningar, ce-merkingar ofl., sem eru hönnuð til þess að lönd utan ESB fari ekki inn fyrir múra ESB. Og virkar líka til að þeir sem eru innan við fari ekki út. Þegar EES-samningurinn fellur úr gildi verða viðskipti Íslands við ESB-lönd í samræmi við Fríverslunarsamninginn (undirritaður upprunalega 1972) og WTO samningana sem tryggja tollaleysi á iðnaðarvörum og lága tolla á mörgum vörugerðum við útflutning til ESB-landa. EES-samningurinn hefur því núorðið neikvætt gildi sem samningur um milliríkjaviðskipti.

Forsenda framtíðar samnings við Bretland er að EES-samningurinn sé felldur úr gildi.

EES-samningurinn mun gera viðskiptasamning við Bretland flókinn og ófullnægjandi. Regluverk EES/ESB, með m.a. verlsunarhöftunum, er ósamrýmanlegt frjálsrum viðskiptum við Bretland sem og við önnur lönd utan ESB. Íslendingum er brýn nauðsyn að hafa opin og frjáls viðskipti við Bretland, næsta stórnágranna okkar, eins og verið hefur meir og minna í aldir og skipt Ísland höfuðmáli. Hægt væri að hafa samflot við Norðmenn eða fríverslunarsamtökin EFTA þó það gæti orðið tímaferkara. Fljótvirkast er að segja EES-samningum upp, afnema verlsunarhöftin, og semja beint við Breta um fríverslun og ýmsa samvinnu.

(Mynd úr “The Libertarian”)

This entry was posted in BREXIT, EES. Bookmark the permalink.