Afnám verslunarhafta

Verlsunarhöft, hindranir fyrir verslun eða kvaðir á viðskipti, eru ekki lengur bara tollar á innflutningsvörur. Þeir eru almennt orðnir lágir og skipta litlu máli, m.a. vegna samninga Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í Genf. Nútíma verslunarhöft eru kvaðir um markaðsleyfi, skráningu hjá sérstökum stofnunum, reglur um umbúðir, reglur um merkingar, tæknilegar kröfur svo eitthvað sé nefnt. Röksemdir sem gefnar eru fyrir þessum kvöðum er að þær tryggi öryggi, gæði, samræmingu eða umhverfisvináttu. Reynslan hefur sýnt að þessar röksemdir eru lítilvægar en að ástæður kvaðanna eru frekar viðskiptalegar: Höftin eru til þess að vernda heimamarkað fyrir utanaðkomandi fyrirtækjum. Höftin leiða ekki til meiri gæða en undantekningarlaust til hærra verðs og að kaupendum er neitað um að kaupa aðrar vörur sem oft er hægt að fá af bæði meiri gæðum, nýrri árgerðum og á lægra verði.

Evrópusambandið hefur sett fjöldann allan af verslunarhöftum sem Ísland verður að beygja sig undir. Árangurinn er hærra verðlag og að viðskipti við lönd utan ESB eru erfiðari og dýrari. Til dæmis við Bandaríkin eða Austur-Asíulönd þar sem eru oft þróaðri fyrirtæki og ódýrari en gæðameiri vörur en í ESB.

 

Þó Bretar fari úr ESB verða áfram höft á viðskipti Íslands við Bretland meðan EES-samningurinn stendur. Það verður væntanlega auðsótt fyrir Ísland að fá fríverslunarsamning við Bretland en slíkur samningur, um mikilvægustu viðskiptin, er í gildi núna (frá 1973 með síðari viðbótum) og ólíklegt að Bretar vilji breyta mikið til. En fríverslunarsamningur við Bretland forðar Íslandi ekki frá verslunarhöftum ESB þegar fluttar eru inn vörur frá Bretlandi, sú verslun verður áfram í ESB-höftum meðan Ísland er í EES.

https://www.export.gov/article?id=European-union-Trade-Barriers

https://ustr.gov/sites/default/files/files/reports/2017/NTE/2017%20NTE.pdf

This entry was posted in EES, Verslun. Bookmark the permalink.