Versta útkoman fyrir Breta yrði EES

Brexitráðherra Breta, David Davis, tók strax í haust leið af skarið með að aðild að EES mundi verða „ á margan hátt versta útkoman“ við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (—“in many ways, the worst of all outcomes—“).

http://uk.businessinsider.com/david-davis-rules-out-eea-efta-brexit-2017-9?r=UK&IR=T

Norðmenn höfðu sent breskum stjórnvöldum skýrslu þar sem varað var við EES og líklegt að hún hafi verið lesin í breska stjórnkerfinu.

http://www.theredcell.co.uk/uploads/9/6/4/0/96409902/a_warning_from_norway.pdf

En nú hafa einhverjir ráðherrar í stjórn Theresu May stungið upp á að Bretar „kaupi“ góðan verslunarsamning við ESB með því að borga fúlgur í sjóði ESB eins og Noregur gerir vegna EES (á annað hundrað milljarða ÍKR). Þetta mundi hjálpa ESB að fylla í gatið sem myndast í fjárhaginn þegar Bretland fer út. Ekki virðist líklegt að May taki mikið mark á þessum hugmyndum, hún hefur áður sagt að „enginn samningur sé betri en vondur samningur“. Og hennar samherjar hafa sagt að verslun við ESB á grundvelli samninga Alþjóða viðskiptastofnunarinnar sé ekki slæmur kostur.

https://www.ft.com/content/5d2ffe8e-fd40-11e7-a492-2c9be7f3120a

 

(Mynd úr New Statesman)

This entry was posted in BREXIT, EES. Bookmark the permalink.