Tröllvaxinn kostnaður vegna regluverks

EES-tilskipanahaugurinn sem ESB hefur sent Alþingi til þess að koma í íslenskt laga- og regluverk er stór. Þar á meðal er „miðlæg reglugerð um verðbréfamiðstöðvar“, CSDR. Kostnaðurinn fellur á íslensk fyrirtæki og viðskiptavini þeirra. „Með auknu evrópsku (les ESB) regluverki eykst kostnaður verðbréfamiðstöðvarinnar“ segir Guðrún Blöndal framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvarinnar (fylgirit Viðskiptablaðsins janúar 2018).

Stjórnmálamenn hafa reglulega lofað að vinda ofan af íþyngjandi regluverki en það er torvelt meðan EES-samningurinn er í gildi og flytur inn stöðugt fleiri tilskipanir (orðnar um 10.000).

Beinn kostnaður af íþyngjandi regluverki er áætlaður um 22 ma. kr. á ári. Auk þess nemur óbeinn kostnaður regluverks allt að 143 ma. kr. á ári vegna neikvæðra áhrifa á framleiðni. Þessi kostnaður kemur fyrst og fremst niður á rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja — Hagfellt rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja er grundvallarþáttur í uppbyggingu nýsköpunar, aukinni samkeppni — Stór hluti af nýju regluverki — lögfestur til að uppfylla skuldbindingar Íslands vegna EES-samningsins — Sérstaka athygli vekur að íslensk stjórnvöld ákváðu í þriðjungi tilfella að innleiða tilskipanir ESB með meira íþyngjandi hætti en þörf var á —“.

https://medium.com/@vidskiptarad/regluverk-87c37ef47d97

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.