Vegið að fullveldi gegnum EES-samninginn

ESB ætlast til að Alþingi setji orkukerfi landsins undir stofnanir ESB, verður væntanlega á dagskrá þingsins með vorinu. Það er sérstök stofnun, ACER, sem tekur við yfirstjórn orkukerfa á EES-svæðinu á vegum ESB. Aðal eftirlitsstofnunin með EES-löndunum, ESA, fær síðan væntanlega afrit af ákvörðunum og sér til þess að Ísland hlýði þeim.

Allt frá því EES-samningurinn var í undirbúningi upp úr 1990 hafa staðið deilur um hvort hann standist ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar um fullveldi. Enn er að bætast í þann sarp með tilskipun framkvæmdastjórnar ESB um sérstakt orkusamband ESB sem gilda skuli innan EES. — Sérstök ESB-skrifstofa sem ber nafnið ACER á að samræma aðgerðir og leita staðfestingar eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á ákvörðunum. Í ACER væru Noregur og Ísland aðeins með áheyrn en án atkvæðisréttar. Stofnuð yrði sérstök stjórnsýslustofnun frá ACER hérlendis, óháð innlendu boðvaldi. Hér er um skýr og ótvíræð inngrip í fullveldisrétt viðkomandi ríkja að ræða.—“ (Hjörleifur Guttormsson, f.v. ráðherra orkumála. Morgunblaðið 1.2.2018)

Verkalýðsfélög um allan Noreg mótmæla yfirstjórn ESB á orkuverunum, myndin er frá Nei til EU

https://www.frjalstland.is/wp-content/uploads/2018/01/Noregur_og_orkusamb_ESB_jan_2018_IS.pdf

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.