EES-reglugerðir hrannast upp

Fyrstu 35 daga ársins setti stjórnarráðið 48 reglugerðir, 60% þeirra voru úr EES-tilskipunum. Í fyrra (2017) gaf stjórnarráðið út 432 reglugerðir, 45% þeirra upp úr EES-valdsboðum. Aðalstarf margra ráðuneyta og stofnana þeirra er orðið að taka við EES-tilskipunum, setja í reglugerðir og reyna að láta landslýð fara eftir þeim.

Það er ekki aðeins að stór hluti af málum Alþingis sé að stimpla tilskipanir frá Evrópusambandinu. EES-tilskipanirnar flæða inn til ráðuneytanna í stríðum straum, oft kallaðar Evrópureglugerðir en eiga aðeins við Evrópusambandið og EES-löndin. Stjórnarráðið setur reglugerðir úr tilskipununum, mikið af þeim þurfa ekki stimpil frá Alþingi heldur fara beint inn í reglugerðastaflann. Starfsmenn ráðuneytanna og stofnananna mæta á langa fundi hjá ESB til þess að læra hvernig á að koma valdsboðum ESB í verk. Fjöldi manns starfar hjá skattgreiðendum við að fylgjast með að landsmenn hlýði tilskipunum EES. Þessi ofhleðsla reglugerða er mjög kostnaðarsöm, bæði fyrir stjórnkerfið en aðallega fyrir fyrirtækin í landinu og almenning. Beinn og óbeinn kostnaður af íþyngjandi regluverki hefur verið áætlaður á vegum Viðskiptaráðs 165 milljarðar króna á ári. Það er 32% af vöruútflutningstekjum landsins!

https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-artali/ar/2018

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.