Tímamót í EES-umræðunni

Ráðanadi stjórnmálaöfl í landinu hafa ekki tekið upp neina rökræna umræðu um EES-samninginn síðan hann var samþykktur. Þagnarhula hefur verið yfir honum. Einungis hafa komið yfirlýsingar við ríkisstjórnarmyndanir um að „EES-samningurinn sé grunnur að samvinnu okkar við Evrópusambandið“ eða „nauðsynlegur viðskiptasamningur til að komast á innri markaðinn“! Þetta eru yfirlýsingar byggðar á einföldunum og misskilningi og eru nú í dag orðnar að rangfærslum á mikilvægum þáttum.

En nú urðu þau tímamót á Alþingi að einn af ráðherrunum fletti þagnarhulunni af EES-samningnum:

—við stöndum núna frammi fyrir því ítrekað, í hverju málinu á eftir öðru, það er nánast orðinn árlegur viðburður, að Evrópusambandið krefst þess þegar við tökum upp Evrópgerðir, tilskipanir eða reglugerðir, að við Íslendingar fellum okkur við að sæta boðvaldi, úrslitavaldi, sektarákvörðunum —“

—Mér finnst orðið tímabært að við tökum það til alvarlegrar skoðunar á þinginu hver staða EFTA-ríkjanna sé á grundvelli EES-samningsins þegar slíkar kröfur eru gerðar af hálfu Evrópusambandsins. Mjög fljótt á litið sýnist mér að það séu í raun og veru ekki kröfur sem samrýmast grunnhugsun EES-samstarfsins. —“

—Því vildi ég koma á framfæri vegna þess að mér finnst verkefninu ekki hafa verið gefinn nægur gaumur. Ég verð var við það í hverju málinu á eftir öðru að ákveðin þróun á sér stað sem við verðum að bregðast við. Mér finnst utanríkisþjónustan og einstök fagráðuneyti hafa staðið sig ágætlega í því að spyrna við fótum og fara fram á sérstakar lausnir en við sjáum aukna tregðu Evrópusambandsmegin, og kannski vaxandi eftir Brexit, þar sem allir verða að falla í sama mótið og engar undanþágur eru samþykktar. Menn fara einfaldlega aftast í röðina ef þeir fara fram á sérlausnir.—“

Við erum með slík mál uppi núna. Þess vegna er þetta mál sem er mjög raunhæft að gefa gaum strax á þessu þingi. Við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við tökum það til frekari og ítarlegri skoðunar í framhaldinu.“ (Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra 6.2.2018)

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.