Lýðræðið í upplausn

Lýðræðislega kjörið Alþingi, og ríkisstjórnir á þess vegum, hafa misst mikið og missa stöðugt meir völdin til embættismanna. Um þriðjungur stjónvaldsákvarðana Alþingis og nærri helmingur af reglugerðum ríkisstjórnarinnar eru embættismannaákvarðanir teknar handan úthafsins í 2100 km fjarlægð í risavöxnu embættismannakerfi. Þar hafa Íslendingar engin lýðræðisleg áhrif.

Og áhrif lýðkjörinna fulltrúa á íslenska embættismannakerfið hafa minkað í takti við aukin völd Evrópusambandsins. Settar hafa verið reglur um hvenig á að stjórna, stofnanir settar á fót yfir ýmiss mál, mannafli og kostnaður skattgreiðenda stóraukinn. Eftir 25 ára stöðugt tilskipanaflæði frá Evrópusambandinu hefur íslenska stjórnvaldsstofnanakerfið belgst út og í sí vaxandi mæli horfið yfir í erindrekstur fyrir stofnanir Evrópusambandsins (undantekningar eru ennþá í sjávarútvegs-, landbúnaðar- og orkugreinunum en þar eru nú líka farið að fjara undan áhrifum lýðræðisins).

Afleiðingin af þessari þróun er sívaxandi kerfisræði. Kerfið, hvaða nöfnum sem það nefnist, fær valdið en stjórnmálamenn sitja uppi með ábyrgðina. Reyndar getur verið freisting fyrir stjórnmálamenn að nota kerfið til að fría sig ábyrgð. Samanber:

Auðvitað hefði ég viljað gera þetta en álit sérfræðinganna gaf til kynna að það myndi orka tvímælis með tillliti til EES-samningsins.“—“

(Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður, Morgunblaðinu 17.2.2018)

 

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.