Dýpkun hafna að drukkna

Dýpkun hafna er að drukkna í regluverki sem er löngu orðið of flókið fyrir hina fámennu og dreifðu byggð Íslands. Regluverkið á ættir að rekja til ESB og hefur borist hingað með EES-tilskipunum. Þó einkennilegt megi virðast er það stjórnsýsla ESB sem segir úthafsþjóðinni Íslendingum hvenig á að umgangast hafnirnar!

Haugur af tilskipunum snertir dýpkun hafna, þær er hægt að skoða á heimasíðu Evrópusambandsins, dæmi:

http://eur-lex.europa.eu/resource.html?uri=cellar:15945efb-a7e8-4840-ab4d-0535f12692a8.0004.02/DOC_1&format=PDF

http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/PDF/?uri=CELEX:32009L0123&from=EN

Dýpkunarmaður lýsir botnlausu reglufeninu svona:

● „— túlka varp dýpkunarefnis í hafið sem námuiðnað og sækja skuli um dýpkunarverk hversu smá sem þau eru undir formerkjum þess að hér geti verið um matsskylda framkvæmd að ræða.

Fá þurfi umfjöllun og samþykkt Skipulagsstofnunar í stærri verkum um hvort viðkomandi framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Fá þurfi umfjöllun og samþykkt sveitarstjórnar í smærri verkum um hvort viðkomandi framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Ef dýpka og varpa skal efni innan 115 metra frá strönd skal lögsaga vera hjá sveitarstjórn, en ef utan þeirra marka er lögsaga hjá Skipulagsstofnun. Það eru vart nokkur dýpkunarverk og losunarsvæði við strönd innan 115 metra línu.

Fyrirspurn um matsskyldu fylgir að sækja þarf síðan til sveitastjórnar um framkvæmdaleyfi á grundvelli samþykkts aðal- og/eða deiliskipulags hvort sem framkvæmd er matsskyld eða ekki.

Umhverfisstofnun getur ekki svarað erindi fyrr en þessu ferli öllu sem hér er lýst er lokið.

Þá sendir hún í öllum tilfellum erindið til Hafrannsóknastofnunar og leitar umsagnar. Þegar svör liggja fyrir fari fram mat á mögulegum áhrifum framkvæmdar áður en ákvörðun er tekin um leyfi og skilyrði.—“. Jón Þorvaldsson í samtali við Morgunblaðið 9.2.2018.

This entry was posted in EES, Uppbygging. Bookmark the permalink.