Grikkland og Ísland

“—Það var mikið lán fyr­ir Íslend­inga að standa utan Evr­ópu­sam­bands­ins þegar fjár­mála­kerfið hrundi haustið 2008, hvað þá ef við hefðum verið búin að taka upp evru sem gjald­miðil. Þá hefðum við fengið að kynn­ast þumal­skrúf­un­um sem grísk þjóð hef­ur mátt þola eft­ir að sam­an­súrrað valda­kerfi fjár­mála­manna og er­ind­reka þeirra í stjórn­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins tók ákvörðun um að láta gríska skatt­greiðend­ur borga lán­veit­end­um lán sem með svik­semi hafði verið þröngvað upp á Grikk­land.—

— þess­ar þving­an­ir eru fyr­ir opn­um tjöld­um þótt aðeins þau sjái sem vilja sjá. Það er göm­ul saga og ný. Minna fer fyr­ir hæg­fara þving­un­um og þrýst­ingi. Átak­an­leg­asta birt­ing­ar­mynd­in hef­ur mér þótt vera á Alþingi Íslend­inga jafn­an þegar það renn­ur upp fyr­ir þing­mönn­um að laga­frum­vörp­in sem eru til um­fjöll­un­ar og menn hafa haft mikl­ar skoðanir á, eru þegar allt kem­ur til alls byggð á til­skip­un­um frá Evr­ópu­sam­band­inu með milli­lend­ingu í EES, Evr­ópska efna­hags­svæðinu. Þegar þetta ger­ist lýk­ur allri umræðu eins og hendi sé veifað. Hinir trúuðu taka þá nær und­an­tekn­inga­laust að mæla ráðslag­inu bót en aðrir vita sem er að þetta er nokkuð sem að óbreyttu verður að láta yfir sig ganga. Að vísu má stund­um reyna að draga úr ýtr­ustu út­færsl­um en í grunn­inn verða menn að hlýða.—

—Oft hef­ur komið fram að þeir eru ófá­ir sem vilja markaðs- og einka­væðingu, sölu helst allra rík­is­eigna og höm­u­laus viðskipti og eru sátt­ir við flest sem frá Evr­ópu­sam­band­inu kem­ur í þessa veru. En ef vilji er til að markaðsvæða raf­ork­una eins og gert hef­ur verið í ESB og ef vilji er til að tak­marka frelsi til að verj­ast inn­flutn­ingi á sýktri land­búnaðar­vöru eins og gert hef­ur verið í ESB eða til að auka á markaðsvæðingu vel­ferðar­kerf­anna eins og gert hef­ur verið í ESB; ef þessi vilji er fyr­ir hendi hér á landi þá skul­um við tak­ast á um hann og leiða til lykta þar sem við höf­um raun­veru­lega aðkomu að ákvörðunum. En að fá ákv­arðanir um þessi efni í formi til­skip­ana að utan er önn­ur saga. Og reyni eng­inn að halda því fram að öðru vísi væri þessu farið ef við sæt­um á þingi Evr­ópu­sam­bands­ins og gæt­um þar haft áhrif á fram­vind­una og þar með okk­ar hlut­skipti! Um­rætt þing ræður nán­ast engu. Og þar sem leynd­ar­hyggja er nú tals­vert til umræðu þá er ástæða til að minn­ast þess að hvergi hef­ur leynd­ar­hyggj­an verið stæk­ari en í meðför­um Evr­ópu­sam­bands­ins á alþjóðleg­um viðskipta­samn­ing­um á borð við GATS og TiSA. Um það mætti hafa langt mál.—

—Sem bet­ur fer eru sí­fellt fleiri að vakna til vit­und­ar um þá til­skip­anapóli­tík sem vera okk­ar í EES hef­ur í för með sér. Menn sjá jafn­framt að fyr­ir­skip­an­ir frá Brus­sel ger­ast sí­fellt ágeng­ari og frek­ari. Ég læt öðrum eft­ir að tala um hag­stæða tví­hliða samn­inga Evr­ópu­sam­bands­ins við lönd utan EES sem nú eru farn­ir að dúkka upp og opna augu manna fyr­ir öðrum val­kost­um.—

—Mér næg­ir að beina sjón­um að lýðræðis­hall­an­um til að vilja útúr EES. —“

Úr grein eftir Ögmund Jónasson, f.v. innanríkisráðherra,  í Morgunblaðinu 26.2.2018. Feitletur: Frjálst land.

This entry was posted in EES, Utanríkismál. Bookmark the permalink.