EES-samningurinn er gamall

Sýklavarnir Íslands standast ekki EES-samninginn samkvæmt EES-dómstólnum (kallaður EFTA-dómstóllinn) https://www.frjalstland.is/2017/12/08/ees-gerlar-skulu-fluttir-inn/ Hann „dæmir“ að Alþingi skuli setja lög um að leyfa innflutning hrárra ófrystra sláturdýrahluta frá Evrópusam-bandinu. Málið hefur sett stjórnkerfi matvælaframleiðslu og landbúnaðinn hér í uppnám. Seinþreyttir bændur hafa nú skorið upp herör.

Staða okkar gerir einfaldlega kröfu um að látið verði reyna á hvort við getum haldið núgildandi löggjöf áfram í gildi með samningum þess efnis. Full rök standa til þess þó EFTA-dómstóllinn hafi því miður ekki tekið tillit til þeirra,“ segir í bréfi Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, til Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra þar sem hann lætur í ljós þá skoðun að eðlilegast væri að ræða beint við ESB um kjötinnflutninginn. Sindri segir að menn hafi talið sig hafa vörn í EES-samningnum sem heimilar ríkjum að verja heilsu manna og dýra. Þegar matvælalöggjöfin var innleidd hafi náðst samkomulag um að gera það með tilteknum hætti sem EFTA-dómstólinn hafi dæmt ógildan. „Dómstóllinn gerði að engu þá sátt sem náðist á Alþingi og þau ákvæði sem við héldum að við gætum varið okkur með. Þetta stríðir gegn rétti okkar til að taka ákvarðanir í eigin málum. Við deilum ekki við dómarann en teljum eðlilegt að setjast yfir málið. EES-samningurinn er gamall og kannski er tími kominn til að uppfæra hann,“ segir Sindri. (Úr fétt með viðtali við formannn bændasamtakanna. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018. helgi@mbl.is)

This entry was posted in EES, Landbúnaður. Bookmark the permalink.