Sjálfstæðissinnar fá liðsstyrk frá Noregi

Kathrine Kleveland, formaður Nei til EU, norsku samtakanna gegn ESB-aðild, hélt erindi um samtökin á Hótel Sögu í gær. Samtökin hafa háð tvær orrustur um aðild Noregs og unnið báðar (1972 og 1994). Þau halda baráttunni vakandi, m.a. vegna þes að enn er talsverður stuðningur í norska stjórnkerfinu við aðild. Samtökin eru mjög virk um allan Noreg, vinna með stjórnmálaflokkum, fylkisstjórnum, verkalýðssfélögum og skólum.

Nei til EU hafa nú einnig tekið upp á stefnuskrána bráttu fyrir að EES-samningurinn verði lagður í þjóðaratkvæði. Andstaðan við EES fer vaxandi. Kathrine gerði grein fyrir baráttunni gegn nýju orkutilskipunum ESB sem eiga að gilda líka fyrir EES. Tilskipanirnar setja orkukerfi Noregs og Íslands undir stjórn ESB. Nei til EU sýnir fram á að undirstaða þróaðs iðnaðarsamfélags í Noregi sé nýting raforku norskra fallvatna innanlands.

Kathrine, fyrir hönd Nei til EU, og Heimssýn sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á Stortinget og Alþingi að hafna tilskipununum um að leggja orkukerfið undir ESB og orkuskrifstofu ESB, ACER.

Kathrine talaði fyrir samvinnu Íslands og Noregs. Nei til EU eru öflug og mannmörg samtök með sérhæft fólk á sínum snærum. Þau hafa komið af stað mikilli umræðu í Noregi um EES sem er að byrja hérlendis fyrst nú.

https://neitileu.no/aktuelt/island-og-norge-felles-uttalelse-om-nei-til-eus-energiunion

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.