Yfirstjórn orkukerfisins flutt til ESB

Alþingi á að færa orkukerfi Íslands undir stjórn ESB samkvæmt EES-tilskipunum. Kerfið hér, sem var eitt það hagkvæmasta þegar EES skall á, á að vera eins og í ESB. Kerfin og orkuverin þar eru mörg mun óhagkvæmari og orka í ESB-löndum því dýrari en hér þó skattgreiðendur greiði stór framlög til orkuframleiðslunnar. ESB hefur áætlanir um að flytja íslenska orku til ESB https://www.frjalstland.is/thridji-orkumarkadslagabalkur-esb-minnisblad-um-verkefnaskra-acer-2016/

Alþingi samþykkir nú lög og ályktanir um þetta, fyrsta skrefið (þingmál 115) er að færa reglusetningavald frá lýðræðiskjörnu valdi til Orkustofnunar:

samþykki reglnanna (um rekstur og stýringu orkuflutningskerfisins, netmála) færist frá ráðherra til Orkustofnunar—samkvæmt þriðju raforkutilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (2009/72/EB). —“

Með vorinu koma svo tilskipanir sem Alþingi á að stimpla. Þær kveða á um að lýðkjörin stjórnvöld á Íslandi hafi ekkert vald yfir Orkustofnun heldur verður það orkuskrifstofa ESB, ACER, sem fær völdin. Í nokkrum tilskipunum um hana kemur fram að Íslendingar og Norðmenn verða valdalausir um afskipti ACER af orkukerfum landanna.

Í þingmáli 115 er líka verið að undirbúa að einkavæða Landsnet (sem er í eigu orkufyrirtækja í almannaeigu) til þess að gera orkukerfið hér eins og í ESB og sérstaklega til að undirbúa að flytja orkuna út til ESB í gegnum sæstreng

—felld verði brott 3. gr. — þar sem kveðið er á um að ríkissjóður Íslands sé eigandi alls hlutafjár í Landsneti—“  https://www.althingi.is/altext/148/s/0184.html

Áætlanir ESB um orkuöflun sambandsins (Verkefnalisti ACER) gera ráð fyrir (blaðsíða 95) að Landsvirkjun, Landsnet og nýtt tengifyrirtæki í einkaeign standi að raforkuútflutningnum til ESB sem á að hefjast 2027. Sæstrengurinn hefur hlotið nafnið „Ice Link“. Með því að stimpla tilskipun 2009/72 og meðfylgjandi mun Alþingi leggja blessun sína yfir áform ESB.

Það er þekkt lögmál að þar sem orka er ódýr er velmegun og vellíðan, þar sem orkan er dýr er frekar fátækt og vanlíðan. Ein helsta ástæða góðbýlis á Íslandi er ódýr orka en hún verður dýrari undir stjórnkerfi ESB.

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.