Fjármálafyrirtækin aftur út í tilskipanafenið

Íslenski fjármálageirinn hefur slæma reynslu af EES-tilskipunum. Það var í faðmi EES-regluverks sem bankarnir fóru í útrás, útþenslu og hrun. ESB-lönd hunsuðu EES-samninginn og settu bankahömlur á Ísland og gerðu síðan fjárkúgunartilraun á ríkissjóði. Þessi stórslysasaga er næg til að hætta að setja bankatilskipanir EES í reglur hér. En fenið stækkar, flóðið af tilskipunum heldur áfram, á þinginu núna á að stimpla fjóra tugi EES-tilskipana um bankana auk ýmissra annarra sem snerta þá (EES-tilskipanir til Alþingis 2017-2018).

Sífellt er verið að leggja nýjar kvaðir á fjármálafyrirtæki hvað varðar upplýsingagjöf og regluverk: Ný persónuverndarlög, PSD2-tilskipun um greiðsluþjónustu, MiFID II tilskipun um markaði fyrir fjármálagerninga og alþjóðlegu IFRS 9 reikningsskilastaðlana.

„Við erum að innleiða ógrynni af nýjum reglugerðum, sem þýðir að við erum með fjölda starfshópa í því að greina reglugerðirnar og átta okkur á hvaða áhrif þau hafa á dagleg störf innan bankans. Því næst þurfum við að innleiða kerfis- og vinnulagsbreytingar.“ Hún segir að mörg handtök þurfi til þess að vera á réttum stað þegar reglurnar ganga í gildi og bregðast tímanlega við. „Hver svona reglugerð er snjóbolti sem stækkar og stækkar. Ef við gætum ekki að því að þekkja mjög vel þær reglugerðir sem eru væntanlegar, þá er hætta á að það verði okkur svo viðamikið og dýrt að það hafi áhrif á allt okkar starf. Þessar reglugerðir eru settar af góðum hug og sumar skilur maður mjög vel, en aðrar síður. En þetta leggst óneitanlega þungt á banka sem er lítill í alþjóðlegu samhengi.“

  Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Úr viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins 1.3.2018

This entry was posted in Bankar, EES. Bookmark the permalink.