Norsk verkalýðshreyfing vill halda í orkuverin

    Norska þinghúsið      Mynd: stortinget.no

Spennan í Noregi vex. Þingið á að ákveða 22. mars hvort ESB tekur yfir stjórn norska raforkugeirans og hvort eftirlitsskrifstofa sambandsins, ACER, tekur yfir stjórn eftirlitsins með raforkukerfinu. Fallvatnsorkan er sögulega og til framtíðar landfastur grunnur að velsæld og ríkidæmi Norðmanna, það er því væntanlega andstætt þjóðarahagsmunum að láta ESB taka yfir stjórn raforkuveranna. Árangurinn yrði hækkun orkuverðs, lokun iðjuvera og fækkun valkosta heimamanna um atvinnuuppbyggingu.

EES-stuðningsmenn í Stortinget munu samþykkja yfirtökuna. En særstu aðildarfélögin innan norsku verkalýðshreyfingarinnar eru orðin á móti ACER-tilskipununum og þar með verður alþýðusambandið norska (LO) sama sinnis. Bandamenn verkalýðshreyfingarinnar í Stórþinginu í sögulegu samhengi, Verkamannaflokkurinn, er í erfiðleikum með að gera upp afstöðuna en flokkurinn hefur verið einn af stuðningsflokkum aðildar að ESB og EES. Hann gæti þurft að gera út um málið og velja á milli hollustu við verkalýðinn og ESB. Sterk öfl í Verkamannaflokknum eru á móti ACER-tilskipununum og hafa sett fram forsendur fyrir að styðja málið. Norska Stortinget, eins og Alþingi, hafa ekki hafnað neinum tilskipunum ESB þann aldarfjórðung sem EES hefur verið í gildi þannig að margir þurfa að telja í sig kjark til þess að hafna yfirtökunni. Þegar hafa nokkrir stjórnmálaflokkar í Stortinget lýst sig á móti „þriðja orkumarkaðspakkanum“ eins og ESB kallar yfirtökuna og fleiri virðast vera að bætast við. Þeim fjölgar í samfélaginu sem setja sig á móti yfirtökunni. Nei til EU, norsku samtökin sem forðuðu Noregi tvisvar frá ESB-aðild, og vilja hafna ACER-tilskipununum, hafa fengið til sín mikinn fjölda félaga upp á síðkastið. Samtök og fagaðilar eru að skerast í leikinn.

Orkan er erfðasilfrið okkar“ segir Gry Fuglestveit, formaður iðnaðarfélagsins í Notodden.

Spennan í Noregi fer að ná hámarki. Niðurstaða norska Stórþingsins getur ráðið úrslitum um hvort íslenska orkukerfið fer líka undir stjórn ESB. Spennan á Íslandi fer því líka að ná hámarki.

http://www.klassekampen.no/article/20180309/ARTICLE/180309962

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.