Tilskipanavald EES að renna sitt skeið

                                                         Mynd xd.is                                               Mynd framsokn.is

Það eru tímamót í stjórnmálum landsins, hinni eilífu sjálfstæðisbaráttu Íslendinga:

Flokksþing Framsóknaflokks og landsfundur Sjálfstæðisflokks lýstu yfir andstöðu við valdaframsal til ESB sem EES-samningurinn hefur í för með sér. Flokkarnir hafna yfirtöku ESB á yfirstjórn orkukerfisins. Aðstæður og þar með forsendur EES-samningsins hafa gerbreyst á þeim aldarfjórðungi sem hann hefur verið í gildi. Með útgöngu helstu viðskiptaþjóðar okkar til skamms tíma, Breta, verður samningurinn að lokum úreltur fyrir okkur.

—Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins—“.

—Sjálfstæðisflokkurinn gerir verulegar athugasemdir við að tekin sé upp löggjöf í EES samninginn sem felur í sér valdheimildir sem fellur utan ramma tveggjastoðakerfis samningsins—“„—Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá undirritun EES samningsins er tímabært að gera úttekt á reynslu Íslands af honum.—“

Sjálfstæðisflokkurinn vill líka meiri fríverslun við umheiminn utan ESB:

—Ísland á mikið undir því að rækta góð viðskiptasambönd við sem flest ríki heimsins. Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að fríverslunarsamningum við ríki utan Evrópska efnahagsvæðisins (EES) verði fjölgað, tvíhliða eða í samvinnu við önnur aðildarríki EFTA. Landsfundur hvetur til þess að stjórnvöld beiti sér gegn því að innheimtir séu tollar af vörum frá ríkjum, sem Ísland á fríverslunarsamning við, þegar þeim er umskipað í höfnum Evrópusambandsins.—“ (Úr ályktunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins 2018)

Þessar ályktanir og samþykktir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins marka nýja tíma og ferska stefnu í þjóðmálum. Alþingi hefur ekki hingað til hafnað tilskipunum á EES. Nái flokkarnir að láta Alþingi hafna tilskipunum ESB um orkugeirann verður það byrjunin á að EES-samningurinn þarf að fara í endurskoðun eða úreldingu en Sjálfstæðisflokkurinn vill gera úttekt á EES-samningnum sem mun væntanlega afhjúpa kosti hans og galla.

Það er svipuð staða í Noregi og er spennan þar, yfir ráðgerð ESB um yfirtöku á orkukerfinu, að ná hámarki. Norska þingið greiðir atkvæði um yfirtökuna þann 22 mars samkvæmt áætlun. Niðurstöðurnar eru óvissar enn mikil andstaða er í Noregi við yfirtökuna. https://neitileu.no/

This entry was posted in EES, Utanríkismál. Bookmark the permalink.