Laxárvirkjun Mynd landsvirkjun.is
Norska Stórþingið samþykkti undir kvöld, eftir langar og hvassyrtar umræður, valdatöku ESB á yfirstjórn orkukerfis Noregs.
„–Stortinget har satt til side folket og Grunnloven—“ —Stortinget hefur sniðgengið þjóðina og stjórnarskrána–
„—Nå er det Alltinget og ikke det norske Storting som vil vise om handlingsrommet i EØS-avtalen eksisterer og om det finnes politikere med ryggrad til å bruke det—“ —Nú er það Alþingi og ekki hið norska Storting sem mun sýna hvort svigrúmið í EES-samningnum er fyrir hendi og hvort til eru stjórnmálamenn sem hafa kjark til að nýta það— segir Kathrine Kleveland formaður Nei til EU.
https://neitileu.no/aktuelt/-stortinget-har-satt-til-side-folket-og-grunnloven
Í umræðunni í Stortinget kom fram að til greina kæmi að bíða eftir hvað Íslendingar gerðu í málinu en í Noregi hefur verið fylgst með umræðunni hér. Líklegt er að nú muni andstæðingar endurskipuleggja sig en þeir eru í miklum meirihluta (53% á móti ACER, 10% með) í Noregi. Samtökin Nei til EU hugleiða málsókn. Efir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ályktuðu að hafna frekara framsali á yfirráðum yfir íslenska orkukerfinu og lýstu fleiri efasemdum um framkvæmd EES, hafa komið fram orðræður um að um sé að ræða einhvers konar óábyrgar skoðanir einstakra hópa innanflokks. Það hefur nú skýrst betur hjá Sjálfstæðisflokknum og í ljós kemur að hann stendur við sín orð.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/03/20/haettulegur_fyrir_sjalfstaedid_okkar/
Í umræðum á Alþingi svaraði formaður Sjálfstæðisflokksins spurningum um málið og gagnrýndi undirlægju:
„Þegar að um svona mál er að ræða þá á Alþingi síðasta orðið. Það er sá fyrirvari sem menn gera í Evrópusamvinnunni að þeir hafa ekki að stjórnskipunarlögum heimild til þess að skuldbinda Ísland við samningaborðið úti í Brussel án aðkomu Alþingis.“
Spurði hann hvað Íslendingar hefðu með það að gera að ræða orkumál sín við sambandið úti í Brussel. Mál sem tengdust á engan hátt orkumarkaði þess
„Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana?“ spurði Bjarni „—þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun að þá sé ástæða til þess að ganga lengra?“ Var þar vísað til fjármálaeftirlits Evrópusambandsins.
„Mér finnst vera svo mikið grundvallaratriði hér að við skilgreinum hvað séu innrimarkaðsmál sem við viljum sinna sérstaklega undir EES-samningnum og hvað eru mál sem tengjast ekki beint innri markaðinum. Og hérna erum við með kristaltært dæmi um það að þetta er raforkumál Íslands. Þetta er ekki innrimarkaðsmál.“
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/03/22/orkumal_islands_ekki_mal_esb/