Ákvarðanir Alþingis munu hafa áhrif í Noregi

Norskur fjörður                              Mynd pixabay.com

Norska þingið samþykkti 22. mars EES-tilskipanabálk um að Evrópusambandið tæki við yfirstjórn norska orkugeirans. Skoðanakannanir höfðu sýnt minna en 10% suðning en yfir 50% andstöðu norsku þjóðarinnar við samþykktina. Samtökin sem börðust gegn aðild Noregs að Evrópusamandinu segjast ekki hafa séð eins mikla mótmælaþáttöku síðan 1994 þegar Norðmenn höfnuðu aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar eð Alþingi á að samþykkja sama tilskipanabálk með vorinu hefur athygli Norðamanna nú beinst að Íslandi en ef Alþingi hafnar tilskipununum losna Norðmenn líka undan þeim.

Ályktanir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um málið hafa vakið mikla athygli í Noregi. Þær eru afdráttarlausar: Flokkarnir hafna valdaafsali yfir orkukerfi Íslands til ESB. Norðmenn, meirihluti þeirra, hafa því gilda ástæðu til að vona að Alþingi hjálpi þeim að berjast gegn ágengni Evrópusambandsins:

„— Þegar EES-samningurinn var gerður fyrir 25 árum var óskorað þjóðarvald yfir orkugeiranum forsenda, eins og var með sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin. Áköfustu EES-verjendur hafa alltaf haldið fram að við hefðum rétt til að segja nei -neitunarvald- sem öryggisloka. Á hverjum einustu gatnamótum höfum við á sama tíma horft á að öflugustu verjendur samningsins hóta meða að neitunarvaldið megi ekki nýta og bera fyrir sig að það „geti sett samskipti okkar við Evrópu í hættu“

Er þá baráttunni lokið? Nei, Nei til EU mun rannsaka möguleikann á að fara í dómsmál gegn norska þinginu fyrir stjórnarskrárbrot. Inngrip í stjórn og stýringu mikilvægustu náttúruauðlindar Noregs getur ekki verið „lítið inngrip“ eins og þingið hefur lagt til grundvallar í ACER-málinu (ACER er orkumálaskrifstofa ESB). Það er heildin af smáum og stórum fullveldisafsölum sem verður að meta með tilliti til stjórnarskrárinnar.
Verkamannaflokkurinn hefur sagst tryggja að átta ófrávíkjanlegar kröfur verði uppfylltar. Nei til Eu telur að Evrópusambandið hafi ekki mikinn áhuga á hvað norskir stjórnmálamenn hafa lofað. Við fylgjumst náið með.
Við teljum líka að þetta mál hafi opnað augu margra fyrir hvernig EES-samningurinn hefur þróast. Nei til EU hefur til dæmis fengið yfir 1500 sjálfskráða nýja félaga. Samningurinn fer nú inná svið sem Noregi var lofað að aldrei yrðu innifalin. Þegar til kastanna kemur er það aðeins utan við EES-samninginn sem við getum endurheimt stjórn þjóðarinnar.

Ef til vill verður það þegar allt kemur til alls okkar góða nágrannaland, Ísland, sem bjargar okkur.

Allar ákvarðanir í EES-samningnum þurfa að taka gildi í öllum EES-löndum, þ.e. Noregi, Íslandi og Liechtenstein. Fyrir liggja ályktanir tveggja af þrem flokkum í íslensku ríkisstjórninni gegn ACER.

Nú er það Alþingi og ekki hið norska Storting sem mun sýna hvort svigrúmið í EES-samningnum er fyrir hendi og hvort til eru stjórnmálamenn sem hafa kjark til að nýta það. Í þessari stöðu varar Nei til EU mjög ákveðið við því að norsk stjórnvöld setji á einhvern máta einhvers konar stjórnmálalegan þrýsting á okkar íslensku bræðraþjóð og Alþingi. Hvorki norska né íslenska þjóðin munu líða það“. (Frá formanni Nei til EU í Noregi)

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.