Hamlandi starfsleyfisreglur

Nú þaf stjórnarráðið að stimpla EES-tilskipun 2010/75 sem gerir umsóknir um starfsleyfi atvinnurekstrar flóknari og tímafrekari en áður og setur enn flóknari reglur um losun á mengunarefnum.

Að komi ný EES-tilskipun er ekki óvenjulegt, það koma hundruðir slíkar á ári hverju, stór hluti þeirra um „umhverfismál“ þó þær hafi hverfandi lítið með „umhverfið“ að gera en slík mál eru vinsæl hjá ESB. Þessi tilskipun mun leggja enn fleiri steina í götu atvinnu í landinu og verða hemill á nýsköpun og fyritækjastofnun og flækja viðskipti fyrirtækja og stofnana. Þeir sem lesa tilskipuninina(103 blaðsíður) átta sig fljótlega á að hérlendis verður hún að miklu leyti tímafrek æfing í óþarfa skriffinnsku og íþyngjandi fyrir fyrirtæki og litlu íslensku stofnanirnar sem eiga að sjá um umhverfiseftirlit. Enda er tilskipunin fyrir þéttbýlt svæði 500 milljóna manna þar sem eru miklu stærri fyrirtæki og stofnanir en hérlendis.

Sveitarfélögin gefa út starfsleyfi fyrir margs konar atvinnurekstur. Þessi reglugerð kemur þeirra starfi í vanda með flóknum fyrirskriftum og óþörfu stagli um aukaatriði.

—þyngja mjög leyfisveitingarferilinn frá því sem nú er fyrir fjölda fyrirtækja sem er að finna á lista sem fylgir auglýsingunni.“ (Sigurjón Þórðarson, í umsögn 4.4.2018).

Samantekin niðurstaða þessarar umsagnar er að Samband íslenskra sveitarfélaga leggst gegn útgáfu reglugerðar um losun frá atvinnurekstri og umhverfiseftirlit. Afstaða sambandsins er sú að alls ekki sé til bóta að búa til svo viðamikla reglugerð þar sem blandað er saman lítt skyldum efnisreglum og leitast þurfi við að halda reglum um starfsleyfisútgáfu eins einföldum og aðgengilegum og frekast er kostur.—“ (Samband íslenskra sveitarfélaga í umsögn 5.4.2018).

Samtök fyrirtækja hafa líka áhyggjur og eru meðal þeirra sem gefið hafa umsagnir:

„—Helsta athugsemd samtakanna snýr að því að gengið sé allt of langt gangvart smærri atvinnurekstri — Samtökin telja að ekki sé til staðar lagastoð fyrir 5. mgr. 6. gr. en þar er starfsleyfisútgáfa skilyrt við að matsferli skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum sé lokið áður en starfsleyfi sé gefið út—“. (SI í umsögn 5.4.2018. Ný tilskipun um mat á umhverfisáhrifum gerir það enn flóknara en það var samkvæmt núverandi reglugerð 106/2000, sjá síðustu færslu hér á síðunni). Samráðsgátt

Það er orðin löng reynsla af EES-samningnum að ESB færir sig upp á skaftið með fleiri og umfangsmeiri valdsboðum. Íslensk stjórnvöld hafa þar engin áhrif og verða tilskipanirnar yfirdrifnari og minna nothæfar fyrir landið með hverri nýrri.

Ef stjórnvöld á Íslandi gætu tekið sjálfstæðar ákvarðarnir yrði þessari tilskipun hafnað. Starfsleyfisreglur og mengunarvarnir þarf stöðugt að endurbæta og aðlaga eftir aðstæðum en það geta íslenskar stjórnvaldsstofnanir gert í samráði við aðila hér heima sem þekkingu hafa og málið varðar.

This entry was posted in EES, Umhverfismál, Uppbygging. Bookmark the permalink.