Evrópusambandinu finnst sjálfstæði Íslands vera til óþæginda

Bjarni Benediktsson   Mynd úr The Telegraph

Ótti ráðamanna á Íslandi við ESB er á undanhaldi. Það er Bjarni Benediksson fjármálaráðherra sem ryður brautina. Hann sagði í viðtali við breska blaðið The Telegraph að hið noræna land, Ísland, horfðist í augu við tilraun Brussel til að hrifsa til sín völd. Þetta er í fyrsta skiptið sem íslenskur ráðherra gagnrýnir opinskátt framkomu ESB og EES-samninginn opinberlega, á alþjóðlegum vettvangi.

Íslendingar eru gramir yfir vaxandi þrýstingi frá ESB að taka upp reglur sambandsins um orkumál og matvæli. ESB er farið að líta á íslenskt sjálfstæði sem „óþægindi“. Þetta kem­ur fram í viðtali breska blaðsins The Telegraph við Bjarna.

Bjarni tel­ur ósk Evr­ópu­sam­bands­ins um frek­ari samruna gera það sí­fellt erfiðara fyr­ir Ísland að fá sérstakar undanþágur á sviðum sem hætta væri á að sköðuðu brýna þjóðar­hags­muni lands­ins.

Athugasemdir Bjrana varpa ljósi á vandann sem Bretar mundu lenda í ef notað væri „mjúkt Brexit“ -líkan eins og baráttumenn og þingmenn Verkamannaflokksins berjast fyrir en þeir vilja vera áfram eins nærri ESB og hægt er í viðskiptsamningum“. (The Telegraph 23.4.2018)

Mbl.is vitnar í viðtal: „Eitt til­tölu­lega nýtt dæmi er hrátt kjöt og frjálst flæði varn­ings. Lína Evr­ópu­sam­bands­ins er einn fyr­ir alla, all­ir fyr­ir einn, eng­ar sér­tæk­ar regl­ur fyr­ir neinn. En við erum sér­stakt dæmi, til að mynda er ekki sal­mónella á Íslandi, það er ekki hægt að tala um það sem vanda­mál eins og gert er í aðild­ar­ríkj­um ESB“ sagði Bjarni. „Ef þú bæt­ir við þetta sýkla­lyfj­um þá eru þau varla notuð á Íslandi borið sam­an við ali­fuglaiðnaðinn á Spáni“ —

Skilja ekki Íslendinga

Sam­kvæmt Bjarna eru vax­andi áhyggj­ur á Íslandi vegna þess að Evr­ópu­sam­bandið virðist ekki geta sýnt af­stöðu Íslands skiln­ing og seg­ir jafn­framt að Evr­ópu­sam­bandið sé að grafa und­an tveggja stoða kerfi EES-samningsins

Fjár­málaráðherra seg­ist þó skilja, út frá póli­tísku sjón­ar­miði, af­stöðu sem fyr­ir­finnst í Evr­ópu sem varp­ar fram spurn­ing­un­um „hvenær ætla þeir að losa sig við þetta? Af hverju geta ekki all­ir bara orðið aðild­ar­ríki?“ Hann seg­ir Íslandi „nán­ast sýnd van­v­irðing, þetta er eins og vesen í þeirra aug­um.“

Að sögn Bjarna er þessi aukni þrýst­ing­ur frá Evr­ópu­sam­band­inu að valda erfiðleik­um í að viðhalda sjálfs­ákvörðun­ar­rétti. Hann staðhæf­ir að á sama tíma hef­ur EES-aðild Íslands skapað „gíf­ur­lega vel­sæld“  þar sem Ísland hef­ur haldið rétt­in­um til þess að gera eig­in fríversl­un­ar­samn­inga með því að vera utan Evr­ópu­sam­bands­ins. (úr frétt Mbl.is 23.4.2018)

Áhugi Breta á afstöðu íslenskra ráðamann er eðlilegur þar eð Bretar eru búnir að gera upp hug sinn um að standa fyrir utan ESB. Nýir viðskiptasamningar við Ísland og mörg fleiri lönd er orðið áhugamál Breta. Með þesssari þróun fyrir Ísland, þar sem samskipti Íslands við Bretland gegna lykilhlutverki, eru að opnast dyr að endurskoðun EES-samningsins og vonandi að uppsögn hans. Og um leið nýjum fríverslunarsamningi við Bretland og fleiri lönd.

Í Noregi er fylgst náið með þróun mála hér en andstaða hefur lengi verið mikil þar við EES og vona margir Norðmenn að kjarkur Íslendinga verði til þess að brátt verði hægt að höggva á EES-hnútinn.

This entry was posted in EES, Landbúnaður, Orka, Utanríkismál. Bookmark the permalink.