Frjálst land mótmælir villandi staðhæfingum utanríkis- og atvinnuvegaráðuneyta um tilraunir ESB til að taka til sín völd yfir íslenskum orkumálum.

stjornarradið.is

Utanríkisráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið hafa látið hafa eftir sér staðhæfingar um EES-valdsboð um „þriðja orkupakkann“, sem ætlunin var að Alþingi mundi samþykkja í vor.

Mikilsverðir orkuhagsmunir ekki í húfi var haft eftir Utanríkisráðuneytinu í Viðskiptablaðinu 28.3.2018 (skáletrað):

áhrifin af innleiðingu 3. orkubálks ESB verði „mjög lítil hér á landi“… að upptaka þriðja orkupakkans hér á landi hefði engin áhrif á það, hvort farið verði í lagningu sæstrengs til Evrópu. Þetta er misskilningur. ACER mun hafa sömu valdheimildir á Íslandi og í ESB-löndunum. Sæstrengurinn er í áætlun ACER með tengingu 2027. Með samþykkt Alþingis á orkupakkanum er gefið samþykki á verkefnalista og þar með sæstrengsáætlanir ESB af Íslands hálfu.

-að þriðji orkupakkinn feli ekki í sér framsal á yfirráðum yfir íslenzkum orkulindum … Með sæstreng verður íslenzki raforkumarkaðurinn hluti af raforkumarkaði ESB/EES, þýðir að ráðstöfun raforkunnar verður háð lögmálum/regluverki ESB-orkumarkaðarins en ekki Íslands.

Höfnun Alþingis á þriðja orkubálki ESB „gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar“. Óþarfa hræðsla. ESB getur óskað eftir að málið verði tekið upp í Sameiginlegu EES-nefndinni. Orkugeirinn allur var utan við EES-samninginn þar til ESB tókst s.l. vor að koma honum undir samninginn (það var í Sameiginlegu EES nefndinni sem samþykkti 3. pakkann 5.5.2017 en árið 2003 samþykkti Alþingi fyrri pakka að óþörfu og rétti ESB þar með litlafingurinn). Alþingi þarf að samþykkja „3. pakkann“ en ef þingið hafnar honum verður farið í samninga í nefndinni. Tilraunir ESB til að taka til sín völd yfir orkumálum hér verða þá líklega ítrekaðar en stefna Íslands þá væntanlega orðin fastari í skorðum.

Atvinnuvegaráðuneytið birti minnisblað (skáletrað) á heimasíðu sinni:

Þriðji orkupakkinn haggar í engu rétti Íslands til að ákveða með hvaða skilyrðum orkuauðlindir landsins eru nýttar, og hvaða orkugjafar eru nýttir hér á landi. (Sjá áður) ESB mun setja reglugerðir um tæknimál, tengingar, verðlagningu ofl. Þegar sæstrengurinn ICE LINK kemur hverfur stjórn Íslands á nýtingunni og ESB-regluverk raforkumarkaðar ESB taka yfir.

Samstarfsstofnun evrópskra [les ESB] orkueftirlitsaðila, ACER, myndi, þrátt fyrir aðild Íslands að stofnuninni, ekki hafa neitt að segja um atriði á borð við fyrirkomulag leyfisveitinga og stjórnsýslu hér á landi, og upptaka þriðja orkupakkans hefði í för með sér óverulegar breytingar í því sambandi. Þetta er misskilningur. Ísland fær ekki fulltrúa með atkvæðisrétt í stjórn ACER þrátt fyrir „aðild“. Erindreki ACER á Íslandi, Orkustofnuun, fær strax umfangsmikið stjórnsýslulegt hlutverk á sviði raforkuflutninga. Regluverkið nær yfir rekstur o.fl., þ.m.t. viðskipti flutningskerfisins við orkuver og dreifendur. Orkustofnun verður sjálfstæð stofnun gagnvart hagsmunaaðilum á Íslandi og óháð íslenskum yfirvöldum og verður undir tilskipanavaldi og eftirliti ACER og tekur aðeins við fyrirmælum þaðan.

ACER hefur engar valdheimildir gagnvart einkaaðilum, heldur eingöngu opinberum eftirlitsaðilum. Erindreki ACER, Orkustofnun-raforkumarkaðseftirlit, er ekki opinber stofnun Íslands heldur stofnun sem lýtur valdi ESB/ACER. Landsnet, sem er sjálfstætt fyrirtæki í eigu almannafyrirtækja sem verslar við fyrirtæki í landinu sem regluverkið um rekstur Landsnets mun bitna á, þarf að hlýða tilskipununum og íslensk stjórnvöld hafa enga möguleika til inngrips.

 Við upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn var um það samið, að valdheimildir gagnvart eftirlitsstjórnvöldum í EFTA-ríkjunum yrðu ekki hjá ACER, heldur hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Hér virðist vera yfirvarp eða feluleikur á ferðinni. ESA hefur ekki sérhæfni eða vald til að „taka tilskipanir upp í EES-samninginn“. ESA var sett á laggirnar til þess eins að hafa eftirlit meða að Ísland (Noregur og Liechtenstein) hlýði EES-regluverkinu. Þetta nýja hlutverk ESA verður þess vegna aðeins afritun á valdsboðunum frá ACER og sending til Íslands.

Heimildir ACER til að taka bindandi ákvarðanir eru að meginstefnu bundnar við ákvæði, sem gilda um orkumannvirki, sem ná yfir landamæri (t.d. sæstrengi); eðli málsins samkvæmt eiga slíkar valdheimildir ekki við á Íslandi svo lengi sem hér eru engin slík orkumannvirki. Þetta er rangt.  ESB/ACER fær hér miklar valdheimildir yfir núverandi orkuflutningskerfi landsins, og tengingum til bæði virkjana og dreifenda, strax og Alþingi samþykkir „þriðja pakkann“.

Þriðji orkupakkinn haggar því ekki, að það er á forræði Íslands að ákveða, hvaða stjórnvald myndi veita leyfi fyrir lagningu sæstrengs og eins, hvort íslenzka ríkið ætti að vera eigandi að honum. Einfeldningsleg staðhæfing. Forsendur, skilyrði og greining til undirbúnings leyfisveitinga um sæstreng verða ekki lengur í höndum íslenzka ríkisins, heldur verða þær samdar af útibúi ESB/ACER á Íslandi. Fullyrðingu um að íslenzka ríkið geti tryggt sér eignarhald á aflsæstreng til útlanda er ekki hægt að gefa.

Í ESB-tilskipun 2009/72 kemur eftirfarandi fram:

-Tilskipunin setur smaeiginlegar reglur (ESB) um framleiðslu, flutnng, dreifingu og afhendingu rafmagns… …Reglur tilskipunarinnar kveða á um skipulagningu og starfsemi á sviði raforku, markaðsaðgang, viðmiðanir og málsmeðferð við leyfisveitingu og rekstur raforkukerfa…“

…Skyldur og valdsvið eftirlitsyfirvalds (Orkustofnunar/ACER)… (m.a.):

-að ákvarða eða samþykkja…gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu…

-að tryggja að flutnings og dreifikerfisstjórar og, ef við á, kerfiseigendur, ásamt eigendum raforkufyrirtækja, uppfylli skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun og annarri viðeigandi löggjöf ESB…

-að fara að, og framkvæma, allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðanir ACER og framkvæmdastjórnar ESB…

-að fylgjast með framkvæmd reglna sem varða hlutverk og ábyrgð flutningskerfisstjóra, dreifikerfisstjóra, birgja og viðskiptavina og annarra markaðsaðila samkvæmt reglugerð nr. 714/2009…

-að fylgjast með fjárfestingu í framleiðslu í tengslum við afhendingaröryggi…“

Villandi staðhæfingar ráðuneyanna, að því er virðist til að sýna fram á að samþykkt Alþingis á “þriðja orkupakka ESB” breyti litlu um íslensk orkumál, eru ekki í anda hins trausta og ábyrga framkvæmdavalds, Stjórnarráðs Íslands, sem hefur m.a. það hlutverk að undirbúa lög fyrir Alþingi.

Samtökin Frjálst land mótmæla staðhæfingum ráðuneytanna um „þriðja orkupakkann“og tilraunum ESB til að taka til sín völd yfir íslenskum orkumálum.

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.