Tilskipanavald ESB er farið að ná til sjávarútvegsins

Þegar EES-samningunrinn var gerður var sjávarútvegurninn undanskilinn enda stjórn ESB á eigin útvegi ekki talin til eftirbreytni. Valdataka ESB yfir mörgum geirum stjórnsýslunnar hérlendis er nú farin að hafa mikil áhrif á sjávarútveginn. EES-tilskipanir um umhverfismál, s.s eldsneyti, útblástur, „græn vottorð“, losunarkvóta; og um fyrirtækjarekstur, s.s. fjárfestingar, verðbréfaviðskipti og samkeppni; utnaríkisverslun, s.s. við Rússland; verslunarhömlur s.s. ce-merkingar, markaðsleyfi, tæknilegar kvaðir á tæknibúnað og hráefni, eru farin að valda íslenskum sjávarútvegi búsifjum.

Umhverfisvernd alltumspannandi

Hjá ESB eru uhverfismál í tísku, það er auðvelt að afsaka nýjar tilskipanir með umhverfisvernd. Og mál eru oft útvíkkuð, eða umhverfisverndin sjálf, til hægt sé að gefa út tilskipun um umhverfisvernd. Stöðugt flóð af EES-tilskipunum berst hingað um eldsneyti, losun gróðurhúsaloftegunda, mengun, sjálfbærni og það sem því tengist. Til dæmis er fyrirskipað að nýta endurnýjanlegt“ eldsneyti úr jurtum. Það minnkar ekki heildar losun en hleypir upp verði á korni. En það sem er almennt mikilvægt fyrir ESB er að með reglunum er hægt að afsaka meiri stjórnvaldsafskipti og meiri skatta. Bæði almenningur og atvinnufyrirtækin fá álögur, sagðar til að minnka losun kolefnis (yfirleitt átt við koltvísýring sem inniheldur 27% bundið kolefni). Árangurinn af skattalagningunni er, þegar saman er tekið, vafasamur.

Losunarkvótakerfi dýrkeypt

Viðskiptakefri ESB um losunarheimildir fyrir koltvísýring (ETS), sem stjórnvöld komu Íslandi í, þenst stöðugt út og verður dýrkeypara. Kerfið átti ekki að ná til sjávarútvegsins en eins og önnur valdsboð á EES er nú farið að teygja anga sína þangað líka. Kerfið er mjöt þungt og hefur þróast i braskkerfi. Það hefur ekki gagnast vel við að minnka losun koltvísýrings. ETS er best þekkt fyrir fjáraustur og óviðráðanlegt svindl. Fiskmjölsverksmiðjur hafa þegar þurft að eyða fé í ETS. Ísland gæti haft sitt eigið losunarkerfi og nýtt fé þaðan í að rækta upp sandauðnir landsins.

Skriffinnskuhártoganir ESB

Sjávarútvegsfyrirtæki sem nota rafmagn (öll!) geta þurft að sýna fram á að notuð sé umhverfisvæn orka. Orkufyrirtækin hér hafa tekið upp á því að selja frá sér upprunaábyrðir um umhverfisvæna orku, allt í samræmi við EES. Þetta þýðir þegar sjávarútvegsfyritækin hér fá orkureikninginn frá íslenskum orkufyrirtækjunum verður hann hár nema þau sætti sig við að kaupa jarðefnaorku eða kjarnorku! Ef þau vilja fá íslenskt rafmagn verða þau að borga aukalega! Raforkuverin eru búin að selja „græna kvótann“ og eru búin að skráningu sem kola-, gas- eða kjarnorkuver! Sjávarútvegsfyritrækin eru þannig komin í sístækkandi hringiðu skriffinnskuhártogana, kvaða og reglugerða ESB sem heftir þeirra kjarnastarfsemi.

Kolefnisgjald gæti haft öfug áhrif

Sjávarútvegurinn fékk um áramótin á sig að auki hærri kolefnisskatt. Stjórnvöld hér virðast ekki hafa skynsaman villja eða hagsmunagæslu vegna íslenskra fyrirtækja í huga, þau herma eftir ESB og eru katólskari en páfinn á sumum sviðum. Fiskiskipafloti flestra ríkja ESB fær undanþágu frá eldsneytissköttum. Í Noregi, þaðan sem ein erfiðasta samkeppnin kemur fyrir íslenkan sjávarútveg, eru stjórnvöld búin að taka á málinu og endurgreiða útgerðinni skattinn. Íslensku útgerðirnar hafa verið að fjárfesta í sparneytnari skipum sem losa minna af koltvísýsing en það verður erfiðara með hækkandi skattaálögum á fyrirtækin. Samkeppnishæfni þeirra minnkar.

þá hefur tekist að draga verulega úr olíunotkun og kolefnisspor sjávarútvegsins hefur minnkað samhliða því, eða heil 43% frá árinu 1990. Það er auðvitað langt umfram aðrar atvinnugreinar … aukin gjaldtaka leiðir til þess að svigrúm til fjárfestinga í umhverfisvænni skipum og tækjum verður minna…“ (Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Kolefnisgjald gæti haft öfug áhrif, Mbl. 17.5.2018)

Lög EES um samkeppni, verðbréfaviðskipti, refsiaðgerðir gegn Rússlandi, ce-merkingar, leyfisveitingar og tæknilegar kvaðir hafa talsverð áhrif á íslenkan sjávarútveg. Þessi lög og reglur eru ekki íslensk að hugsun og uppruna heldur frá Brussel. Þau hamla gegn hagræðingu og tækniframförum og viðskiptum við umheiminn utan ESB

Ef stjórnvöld hér setja allar EES-kvaðirnar á sjávarútveginn endar með að hann verður baggi á þjóðinni eins og í ESB.

This entry was posted in EES, Orka, Sjávarútvegur, Umhverfismál. Bookmark the permalink.