Samkeppnisvæðing sænska orkukerfisins hefur skaðað Svíþjóð

Sænska raforkukerfið gekk vel og var hagkvæmt og öruggt þegar Svíar gengu í ESB. Nú eftir meir en tveggja áratuga flóð af ESB-tilskipunum hefur orkukerfinu hrakað mikið. Regluverk ESB var sagt mundu auka samkeppni og afköst, gera rafmagnið ódýrara og auka valkosti kaupenda. Vissulega hafa valkostir neytenda aukist en afleiðingarnar eru að öðru leiti hörmulegar. Orkuverð til notenda hefur hækkað mikið á sama tíma og eigendur hinna einkavæddu orkufyrirtækja taka út milljarðaágóða úr fyrirtækjunum.

Viðhald sænska raforkukerfisins hefur versnað og slysum fjölgað. Atvinnuöryggið minnkað og álag á starfsfólk vaxið. Ríkisvaldið sá áður um að kerfið væri öruggt í óhappatilfellum. En orkufyrirtækin voru klofin í sundur og samkeppnisumhverfið gerir óhagkvæmt að halda í afhendingaröryggið. Þetta er ekki einstakt: Samskonar ESB-tilskipanir hafa farið illa með járnbrautirnar, póstinn, símann, gasfyrirtækin og flugið í Svíþjóð. http://nejtilleu.se/2018/06/avreglerade-elmarknaden-ett-misslyckande/

Athyglisvert er að stóra sænska orkufyrirtækið Vattenfall, sem ætíð hefur verið í eigu sænska ríkisins, hafa Svíar ekki einkavætt þrátt fyrir einkavæðingartrúboðið. Enda er Vattenfall mjög gamalt í hettunni og mikilvægt sænskum þjóðarhag og í einokunar- eða fáokunaraðstöðu við að nýta auðlindir sænsku þjóðarinnar. Það á meðal annars stórar vatnsaflsvirkjanir og kjarnorkuver.

Árið 2003 hóf Alþingi afdrifarík skemmdarverk á íslenska orkukerfinu þegar það leiddi í lög tilskipun ESB (nr 96/92) um að kljúfa íslensku orkufyrirtækin í sundur í framleiðslu og sölu annarsvegar og flutning og dreifingu hinsvegar. Tilgangurinn var sagður vera að koma á samkeppni sem átti að leiða til hagræðingar og sjálfbærrar nýtingar, notendum rafmagnsins og eigendum að auðlindinni til hagsældar. Þetta eru samskonar blekkingar og viðhafðar hafa verið í Svíþjóð.

Áframhaldandi alvarleg skemmdarverk eru nú áformuð með nýrri EES-tilskipun, s.k. 3. orkupakka ESB, sem Alþingi átti að koma í landslög í vor leið en frestaðist til haustsins. Andstaða við tilskipunina er mikil í landinu enda aðstæður hér þannig að regluverk ESB getur ekki hentað á raforkumarkaðnum hérlendis.

—Auk þess að vera agnar smár í samanburðinum skortir íslenska orkumarkaðinn það umhverfi sem tryggir framleiðendum raforku á meginland Evrópu jafnstöðu (En: „level playing field“) Þetta er vegna þess, að náttúra Íslands leikur eitt stærsta hlutverkið á markaðnum hér og hún blæs á samkeppni. Náttúran tryggir ekki að jarðvarmi og vatnsorka séu á innbyrðis samkeppnishæfu verði eins og alþjóðlegir eldsneytismarkaðir gera með kol og gas. Náttúran tryggir heldur ekki, að hinir mismunandi virkjunarkostir sem hún bíður upp á séu á samkeppnisfæru verði hvor við annan eða markaðinn á sambærilegan hátt og fæst með samspili heimsmarkaða með vélar og rafbúnað við raforkumarkaði. Til að ráða bót á þeim hnökrum sem af þessu verða á íslenskum orkumarkaði þarf samráð, ekki samkeppni—“ https://www.frjalstland.is/2018/06/12/orkupakkinn-er-ohagraedi-fyrir-island/                                                                                                                                                     

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.