Norska ríkisstjórnin rekur áróður á Íslandi

Vinir okkar í Noregi, Nei til EU, sem tvisvar hafa forðað Norðmönnum frá ESB, voru búnir að vara okkur við að norska ríkisstjórnin gæti reynt að fá þá íslensku til að samþykkja 3. orkutilskipanapakka ESB. Það reyndist rétt: Utanríkisráðherra Noregs mætti hér í áróðursferð með bæði Evrópusambandsdauninn og Rússagrýluna með sér. (Mbl 17.8.2018).

Aðalerindi norska ráðherrans var að fá ríkisstjórn og Alþingi til að samþykkja 3. orkutilskipanapakka ESB. Auk þess að efla hatursáróður gegn Rússum (sem ekkert hafa gert Norðmönnum eða Íslendingum). Væntanlega þurfti ekki að efla ESB-dauninn í ráðuneytunum, þau hafa verið samdauna ESB síðan þau misstu völd þangað fyrir aldarfjórðungi. En alþingismenn þurftu áróður. Norski ráðherrann veifaði sömu blekkingum og landsölumenn hér heima: „— aðgengi að innri markaðnum gríðarlega mikilvægt—“ (helstu útflutningsvörur Íslands hafa verið á innri markaðnum síðan 1973 og breytir EES litlu þarum auk þess sem WTO leyfir núorðið ekki mikla tolla þegar Ísland og Noregur ganga úr EES). Ráðherrann sagði að í umræðunni í Noregi hafi verið “—margar mýtur um málið—” (þetta þýðir á íslensku að hafi veri margar sögusagnir um málið). Þeir sem fylgdust með gátu staðfest að fölskustu sögusagnirnar voru aðallega frá Evrópusambandssinnum í Noregi.

Norska ríkisstjórnin er hrædd um að ESB fari í baklás ef Ísland hafnar orkutilskipanapakkanum. Það var hræðsluáróður norsku stjórnarinar sem barði tilskipunina í gegnum Stórþingið í trássi við þjóðarvilja Norðmanna. Tilskipanapakkinn öðlast ekki gildi nema Ísland sé með. En Noregur getur auðveldlega gert samning við ESB um orkuflutnig þangað. ESB girnist „umhverfisvæna“ orku Noregs.  Ákvarðanir Alþingis skipta þar ekki máli.

Nú er það Alþingi og ekki hið norska Storting sem mun sýna hvort svigrúmið í EES-samningnum er fyrir hendi og hvort til eru stjórnmálamenn sem hafa kjark til að nýta það. Í þessari stöðu varar Nei til EU mjög ákveðið við því að norsk stjórnvöld setji á einhvern máta einhvers konar stjórnmálalegan þrýsting á okkar íslensku bræðraþjóð og Alþingi. Hvorki norska né íslenska þjóðin munu líða það“. https://www.frjalstland.is/2018/03/26/akvardanir-althingis-munu-hafa-ahrif-i-noregi/                

En norski ráðherran gat ekki leynt aðaláhyggjuefninu sem er að Evrópusambandið er að liðast í sundur. Evrópusambandsdaunninn í norsku ráðuneytunum er ekki skárri en í þeim íslensku. En mBREXIT geta bæði Noregur og Ísland losnað úr heljartaki EES.

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.