EES-kostnaðurinn kominn í flugmiðaverðið

Alþingi setti lög um losun góðurhúsaloftegunda árið 2007 enda komin EES-tilskipun (2003/87) þarum. Lögin skylda íslensk fyrirtæki, með útblástur frá brennslu, til að afla sér losunarheimilda fyrir koltvísýring að viðurlögðum háum sektum. Þáverandi íslensk stjórnvöld komu síðan á stjórn ESB yfir losunina með því að samþykkja að íslenskur atvinnurekstur sé undir kerfi ESB um losun, ETS, frá árinu 2008. Flugið var svo sett í kerfið með EES-tilskipun 2008/101. ETS hefur sýnt sig að vera gallað og svindlvænt og árangurinn af því vafasamur. Mikið fé fer úr landi gegnum kerfið sem gæti nýst til uppgræðslu hér innanlands og þar með framleiðslu lífefnis úr loftkoltvísýringnum og verðmætasköpunar hérlendis ef losunarkerfið væri íslenskt.

Íslensk iðjuver glata hluta af sinni samkeppnishæfni vegna kostnaðar við losunarheimildakaup. Þau misssa þess vegna smám saman markaðshlutdeildd til fyrirtækja í öðrum löndum þar sem ekki er þörf á að kaupa losunarheimildir. Samkeppnislönd Íslands í iðnaði eru almennt ekki komin undir kvaðir um losunarkvótakaup. Stærri iðjuverum sem þurfa að kaupa losunaheimildir fækkar stöðugt í ESB, þau flytjast burt.

Reglufen á EES um flug hefur dýpkað með hverju ári. Kostnaðurinn á jörðinni, þ.á.m. við reglubyrði og eftirlit, er orðinn mjög hár og ekki bætir úr skák þegar olíuverð hækkar eða samkeppnin eykst og flugfargjöld samkeppnisaðilanna lækka. Nýr og vaxandi kostnaður er líka farinn að leggjast á flugfélögin: Kaup á koltvísýringslosunarheimildum frá ESB kerfinu. Kaup losunarheimilda fyrir flug eru yfirleitt ekki skylduð á heimsvísu, það er aðallega flug í ESB sem þarf að borga. Þar sem vöxtur er í flugi, eins og á Íslandi, legst ETS-kostnaðurinn þyngra á flugfélögin. Braskið með losunarheimildirnar á ETS-markaðnum hefur valdið háu verði á heimildunum um þessar mundir (Mbl 30.8.2018).

Tilgangurinn með ETS var að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Árangurinn þar er óljós en virðist vera hverfandi lítill. Sumir telja að afleiðingin sé þveröfug við ætlunina: Þeir sem hafa fjármagn geta mengað meira!

Reynslan af ETS hefur líka sýnt að kerfið hefur verið notað til að svíkja út fé. Svindlið er útbreitt og hefur málarekstur verið um háar fjárhæðir í svindlmálum.

Kostnaðartölur íslensku flugfélaganna við að þjóna ESB- losunarkerfinu hafa ekki verið birtar opinberlega en það eru vaxandi fúlgur sem sogast út úr flugfélögunum og til ESB. Íslendingar geta hvorki farið með lestum eða bílum til útlanda en þurfa að borga hærra flugmiðaverð til að komast þangað vegna EES-samningsins.

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.