Regluverk EES gerir íslensk fyrirtæki ósamkeppnishæf

Lög og reglur, sem fyrirtæki hérlendis starfa samkvæmt, eru farinskaða samkeppnishæfni þeirra á alþjóðamörkuðum. Regluverkið er orðið risavaxið og er að verulegu leyti EES-tilskipanir. Ekki aðeins þróuð fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði eru hömluð af regluverkinu heldur hefur uppbygging gjaldeyrisaflandi fyrirtækja almennt (annarra en ferðageirans), s.s. iðnaðarfyrirtækja og þjónustufyrirtækja, verið hæg síðustu ár og örlað á samdrætti og landflóta. Regluverkið gerir einnig stofnun og uppbyggingu nýrra og lítilla fyrirtækja, nýsköpunarfyrirtækja eða sprotafyrirtækja, erfiða og hægir á endurnýjun atvinnulífsins.

Viðskiptaráð gerir hið opinbera regluverk að umfjöllunarefni á heimsíðu sinni. Þar kemur fram hjá stjórnendum íslenskra fyrirtækja:

– Íslendingar eru mjög lítil þjóð. Regluverkið á Íslandi risavaxið-

-Regluverkið er oft mjög þungt. Mótvægi við óhagræði á Íslandi (fjarlægðir o.fl.), og gegn þrýstingi um að flytja starfsemina til annarra landa, væri hægt að veita með því að minnka álögur og kröfur með breytingum á lögum og regluverki-

Regluverkið og utanumhaldið um það er í lamasessi –Evrópureglur eru teknar óritskoðaðar og innleiddar á Íslandi sem veldur því að iðnaðurinn getur lent í vonlausri samkeppnisaðstöðu. Evrópuregluverkið hefur gert öflug fyrirtæki ósamkeppnishæf á alþjóðamörkuðum utan ESB-

EES-tilskipanirnar eru almennt orðnar mjög íþyngjandi fyrir íslenskt atvinnulíf eins og kemur fram víða á þesari heimasíðu. Um helmingur af reglugerðum sem stjórnarráðið hefur gefið út upp á síðkastið eru EES-tilskipanir. Nýlega var árlegur kostnaður beinn og óbeinn áætlaður um 165 milljarðar króna

Hér á eftir eru nokkur dæmi um umsagnir fagaðila um EES-regluverkið:

Fjármálastarfsemin

-Sífellt er verið að leggja nýjar kvaðir á fjármálafyrirtæki hvað varðar upplýsingagjöf og regluverk: Ný persónuverndarlög, PSD2-tilskipun um greiðsluþjónustu, MiFID II tilskipun um markaði fyrir fjármálagerninga og alþjóðlegu IFRS 9 reikningsskilastaðlana-

-Það er auk þess fokdýrt að uppfylla kröfur sem upprunnar eru í ESB-regluverki sem samið er með fyrirtæki og markað af allt annarri stærðargráðu í huga-

Starfsleyfi og uppbygging

-Afstaða sambandsins er sú að alls ekki sé til bóta að búa til svo viðamikla reglugerð þar sem blandað er saman lítt skyldum efnisreglum og leitast þurfi við að halda reglum um starfsleyfisútgáfu eins einföldum og aðgengilegum og frekast er kostur-

-gengið allt of langt gangvart smærri atvinnurekstri-

Lög um mat á umhverfisáhrifum

-Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga eru því andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í heild-

Dýpkun hafna

-túlka varp dýpkunarefnis í hafið sem námuiðnað og sækja skuli um dýpkunarverk hversu smá sem þau eru undir formerkjum þess að hér geti verið um matsskylda framkvæmd að ræða-

Persónuverndarlög

-Verkefnið er mjög stórt og dýrt- löggjöfin er afar umfangsmikil og mun hafa gríðarlega mikil áhrif á opinbera aðila sem og einkaaðila.-Löggjöfin kallar á mikinn kostnað- brot geta varðað háum sektum-

-samrýmist illa kröfum réttarríkisins um lagasmíð og í raun er verið að gera flókið og margslungið réttarsvið enn flóknara og óskýrara en ella-

Staðhæfingarnar hér að ofan sýna ábyrgir aðilar hafa áhyggjur af slæmum áhrifum af stjónvaldsafskiptum ESB á starfsemi fyrirtækja hérlendis. EES-regluverkið er farið að standa í vegi fyrir starfi íslenskra fyrirtækja á alþjóðamörkuðum.

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.