Núverandi og fyrrverandi ráðherrar orðnir í vafa um EES-samninginn

Gunnar Bragi Sveinsson

EES-valdsboð sem skaða hagsmuni landsins hafa komist í hámæli upp á síðkastið. Alþingismenn hafa horft upp á hvernig EES-valdsboðin hafa verið óumsemjanlegir úrslitakostir og hvernig löggjafarvaldið hefur verið hrifsað af Alþingi gang eftir annan. En gagnlegar upplýsingar um EES eru nú orðnar aðgengilegri og umræða er komin af stað. Alþingismenn hafa tekið upp hinna óumflýjanlegu umræðu um samninginn og tjáð vafa sinn um hann.

Gunnar Bragi Sveinsson, Mbl hefur eftir honum 15.10.2018: „-Ef það er svo að EES-samningurinn ógnar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar ber okkur að skoða hvort það sé þess virði að halda í samninginn-“

Bjarni Benediktsson á Alþingi 6.2.2018: „-við stöndum núna frammi fyrir því ítrekað, í hverju málinu á eftir öðru, það er nánast orðinn árlegur viðburður, að Evrópusambandið krefst þess þegar við tökum upp gerðir, tilskipanir eða reglugerðir, að við Íslendingar fellum okkur við að sæta boðvaldi, úrslitavaldi, sektarákvörðunum -“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, grein í Mbl 17.2.2018: „-Afleiðingin af þessari þróuun er sívaxandi kerfisræði. Kerfið, hvaða nöfnum sem það nefnist, fær valdið en stjórnmálamenn sitja uppi með ábyrgðina. Reyndar getur verið freisting fyrir stjórnmálamenn að nota kerfið til að fría sig ábyrgð. Samanber: „Auðvitað hefði ég viljað gera þetta en álit sérfræðinganna gaf til kynna að það myndi orka tvímælis með tilliti til EES-samningsins.“-“

Bjarni Benediksson sagði í viðtali við breska blaðið The Telegraph (birt 23.4.2018) að hið norræna land, Ísland, horfðist í augu við tilraun Brussel til að hrifsa til sín völd. „-Íslendingar eru gramir yfir vaxandi þrýstingi frá ESB að taka upp reglur sambandsins um orkumál og matvæli. ESB er farið að líta á íslenskt sjálfstæði sem „óþægindi-“.

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, orðar þetta svona í Morgunblaðsgrein 26.2.2018: „-Sem bet­ur fer eru sí­fellt fleiri að vakna til vit­und­ar um þá til­skip­anapóli­tík sem vera okk­ar í EES hef­ur í för með sér. Menn sjá jafn­framt að fyr­ir­skip­an­ir frá Brus­sel ger­ast sí­fellt ágeng­ari og frek­ari. Ég læt öðrum eft­ir að tala um hag­stæða tví­hliða samn­inga Evr­ópu­sam­bands­ins við lönd utan EES sem nú eru farn­ir að dúkka upp og opna augu manna fyr­ir öðrum val­kost­um. –Mér næg­ir að beina sjón­um að lýðræðis­hall­an­um til að vilja útúr EES -“

Davíð Oddsson fyrrverandi ráðherra, orðar þetta svo í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 17.6.2018: „-Frá því að EES-samningurinn var gerður hefur það legið fyrir sem helsta forsenda hans að ekkert yrði hér leitt í lög í nafni hans sem augljóst væri eða ætla mætti að stangaðist á við stjórnarskrána. Hafni Ísland innleiðingu laga á þeirri rökstuddu forsendu að hún sé óheimil vegna ákvæða stjórnarskrár þá hefur Evrópusambandið ekki neina heimild til mótvægisákvörðunar. ESB er þessi staðreynd ljós og viðurkenndi það í aðdraganda EES-samningnis. Án þeirrar viðurkenningar hefði samningurinn aldrei verið afgreiddur á Alþingi-“

Styrmir Gunnarsson var ritstjóri Morgunblaðsins þegar samningurinn var samþykktur, úr grein hans í blaðinu 17.6.2018: „-Fyrir nokkrum dögum samþykkti Alþingi persónuverndarlöggjöf sem kom í heilu lagi frá Brussel… Þrátt fyrir rökstuddar athugasemdir hafði Alþingi þær að engu og samþykkti á methraða… EES-samningurinn er ekki heilagur. Han hentaði hagsmunum þjóðarinnar á þeim tíma sem hann var gerður… Það er hægt að krefjast breytinga á EES og það er líka hægt að segja þeim samningi upp-“

Þessar umræður marka upphafið á nauðsynlegu og óumflýjanlegu endurmati á EES-samningnum.

This entry was posted in EES, Utanríkismál. Bookmark the permalink.