Fyrirspurn til iðnaðarráðherra um sæstreng

Frjálst land

9.11.2018

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Skúlagötu 4, 101R.


Fyrirspurn um “PCI-list” og “Union list” orkuverkefna ESB

Á heimasíðu ráðuneytis yðar kemur eftirfarandi fram í yfirlýsingu 1. nóv. sl.: “- Engar millilandatengingar fara á verkefnalista ESB (PCI-lista) nema með samþykki viðkomandi stjórnvalda-“


Á lista yfir “PCI” (Projects of Common Interest), frá 7.7.2017 er Ice Link verkefnið skráð og í Annex VII (23.11.2017) við Regulation (EU) No 347/2013 hefur Ice Link verkefnið verið fært upp í “Union list” * yfir orkuverkefni ESB og þar með verið fært nær framkvæmdum s.s með greiðari leið að fjármögnun en PCI-lista verkefnin.

Fyrirspurnin: Var sæstrengsverkefnið sett á PCI-lista ESB og í framhaldinu á Union lista ESB með samþykki og/eða vitneskju ráðuneytis yðar? Hvenær var það gert?


Virðingarfyllst
F.h. Frjáls land
s

Sigurbjörn Svavarsson             Friðrik Daníelsson

*1. Priority Corridor Northern Seas Offshore Grid (‘NSOG’)”, TYNDP reference 1.13/ 214-1082, þar sem Landsvirkjun og Landsnet eru skráð sem Promoters, sjá meðfylgjandi skjal, Technical information on Projects of Common Interest, dags. í apríl 2018.

This entry was posted in EES, Orka, Uncategorized. Bookmark the permalink.