Svar Iðnaðarráðuneytisins við fyrirspurn 9.11.2018 um sæstreng

Góðan dag

Ríkisstjórn Íslands samþykkti þann 13. janúar 2015 tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um að stjórnvöld heimiluðu að hugsanlegt verkefni um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands yrði tekið til skoðunar sem verkefni sem fallið gæti undir PCI lista yfir verkefni um uppbyggingu innviða í Evrópu fyrir raforkumannvirki, en að tekið yrði fram að sú heimild stjórnvalda væri með þeim skýra fyrirvara að í henni fælist hvorki á neinn hátt stuðningur stjórnvalda við viðkomandi verkefni né önnur efnisleg afstaða. Tilefni þessarar umfjöllunar í ríkisstjórn var fyrirspurn sem ráðuneytinu hafði borist í tengslum við umsókn Landsnets til ENTSO-E, samtaka evrópskra raforkuflutningsfyrirtækja, frá 14. nóvember 2014 (þ.e.a.s. umsóknin var dagsett þá), um skráningu hugsanlegs sæstrengsverkefnis á milli Íslands og Bretlands á framangreindan lista. Í framhaldi af samþykkt ríkisstjórnar veitti ráðuneytið umrædda heimild með þeim fyrirvörum sem lýst er hér að framan.

Kær kveðja,
Ólafur Teitur Guðnason
aðstoðarmaður ráðherra

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.