Öflug mótmæli í Noregi gegn valdaásælni ESB

Afsal stjórnvalds til stofnana ESB brýtur stjórnarskrána og EES samninginn        

                                           14.11.2018        

Yfirlýsing frá landsfundi Nei til EU 2018:

ESB er að þenjast út á grunni sérfræðingavalds og flókinna reglna til þess að fara í kringum landslög og stjórnreglur þjóðríkisins.

Vaxandi hluti samfélagsins er undir áhrifum frá ESB beint og óbeint. Smám saman eru ákvarðanir opinna lýðræðislegra stofnana fluttar til lokaðra herbergja. Sérhvert stjórnvaldsframsal sem Noregur samþykkir er brot á á lýðræðishefð og fullveldi okkar og verður samanlagt árás á bæði stjórn þjóðarinnar og réttarríkið.

Þegar EES-samningurinn var gerður var forsenda að hann yrði þjóðréttarlegur en ekki yfirþjóðlegur eins og ESB-aðild. EFTA-löndin, eins og Noregur og Ísland, og ESB áttu að vera tvær aðskildar „stoðir“. Settar voru á fót stofnanir sem áttu að framfylgja EES-samningnum í EFTA-löndunum, eftirlitsstofnunin ESA og EFTA-dómstóllinn. Noregur átti ekki að vera undir stofnunum ESB. Þetta tveggja stoða kerfi hefur orðið fyrir þrýstingi og hefur hrunið í mörgum málum á síðustu árum.

Ákvarðanavald hefur verið flutt, annað hvort formlega eða í raun, frá norskum stjórnvöldum til stjórnvaldsstofnana ESB þar sem Noregur hefur hvorki atkvæðisrétt er eða getur orðið fullgildur meðlimur

I hinu umdeilda ACER-máli á eftirlitsstofnunin ESA að taka ákvarðanirnar formlega en þær eru skrifaðar af orkuskrifstofunni ACER í Lubljana. ESA-ákvörðunin fer síðan til norsku eftirlitsstofnunarinnar með orkukerfinu (RME) í Noregi sem samkvæmt regluverki ESB verður að vera áháð stjórnvöldum Noregs. RME skal afrita og setja regluverkið í framkvæmd og má ekki fara eftir fyrirmælum fá ríkisstjórn eða þingi Noregs. Það er með öðrum orðum búin til keðja af afrituðum fyrirmælum frá ESB-stofnunum sem eru bindandi fyrir viðkomandi norska aðila.

ESB hefur byggt upp umfangsmikið stjórnkerfi, einnig út fyrir framkvæmdastjórnina í Brussel. Það eru um fjörutíu stofnanir sem sjá um svið eins og fjármálastarfsemi, umhverfismál, samgöngur, hervarnir og dómsmál. Nokkrar þeirra, eins og Umhverfisstofnunin í Kaupmannahöfn, sjá um upplýsingagjöf og ráðgjöf en stöðugt fleiri stofnanir hafa yfirþjóðlegt ákvarðanavald.

Noregur hefur verið bundinn við flestar stofnananna. Efnastofnunin í Helsinki (ECHA) ákveður til dæmis hvaða efni má nota í Noregi og loftferðaöryggisstofnunin (EASA) í Köln getur gefið flugfélögum í Noregi bindandi fyrirmæli. Með afritaákvörðun ESA getur fjármálaeftirlit ESB tekið ákvarðanir um reglur fyrir banka, lífeyrissjóði og aðrar fjármálastofnanir í Noregi sem eru æðri fyrirmælum norska fjármálaeftirlitsins.

Nei til EU krefst þess að ríkisstjórnin og Stórþingið stöðvi alla ferkari bindingu við stofnanir ESB. Heildaráhrif stjórnvaldsafsalsins á norskt fullveldi og EES-samninginn verður að upplýsa með opinberri rannsókn.

Grein 115 í stjórnarskrá Noregs leyfir ekki afsal stjórnvalds til stofnana sem Noregur er ekki aðili að. Nei til EU krefst þess af þeim sökum að ríkisstjórn og þing hlýði þessu.

https://neitileu.no/aktuelt/myndighetsoverforing-til-eu-byraer-bryter-med-grunnloven-og-eos-avtalen

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.