Goðsagnirnar um EES-samninginn

EES er grunnur að bættum lífskjörum“. „EES er forsenda Evrópusamstarfsins“. „EES er nauðsynlegt alþjóðasamstarf“. „Við verðum útilokuð ef við tökum ekki upp tilskipunina“. „Við þurfum sömu réttarvernd og ESB-borgarar“. „EES veitir aðgang að innri markaðnum“. Þessar goðsagnir eru bornar á borð fyrir okkur af aðilum sem við eigum að geta treyst. Þetta eru villandi eða rangar staðhæfingar.

EES er grunnur að bættum lífskjörum“

Lífskjarabót síðustu áratuga byggir á atvinnuuppbyggingu sem er að mestu óháð og þrátt fyrir EES. Vöru- og þjónustusala og útflutningur byggir að mestu á fríverslunarsamningum (WTO, EB, GATS, EFTA ofl.) en að takmörkuðu leyti á EES. Viðskiptakjörin hafa aftur á móti versnað af völdum EES við áður mikilvæga markaði s.s. USA og Rússland sem valdið hefur lífskjaraskerðingu. Aðrir lífskjaraþættir, s.s. heilbrigðisþjónusta, menntun, og menning eru óháðar EES. Kostnaðurinn við EES-samninginn hefur aftur á móti dregið úr getu þjóðarbúsins til að kosta lífskjarabætur. Regluverk EES og efrtirlit með því kostar ríkið, sveitarfélögin og fyrirtækin háar fjárhæðir, það hefur dregið úr uppbyggingu og hagræðingu. Ísland hefur verið dregið inn í kerfi í ESB um verslun með losunarheimildir koltvísýrings sem hefur fært stórar fjárhæðir úr landi sem væri hægt að nota hér ef kerfið væri íslenskt. Verslunarhöft á EES-svæðinu hafa dregið úr þróun verslunar við alþjóðamarkaði og haldið uppi vöruverðum.

Lífskjör á Íslandi, sem eru betri en almennt í ESB, væru betri án EES, samanber Sviss sem er ekki í EES.

EES er forsenda Evrópusamstarfs“

EES-samninginn er ekki með réttu hægt að kalla samstarfssamning heldur er hann að stofni til samningur um afsal stjórnvalds til ESB. „Samstarfið“ í EES er aðallega samstarf við að innleiða lög og regluverk ESB á Íslandi og fá landsmenn til að hlýða því. En ekki samvinna við að semja lög eða reglur fyrir Ísland, það er á hendi ESB á þeim sviðum sem samið var um í EES. Samstarf um menntun, rannsóknir, menningu ofl. stendur á gömlum merg og er í raun óháð EES. Styrkir vegna EES/ESB eru yfirleitt til að fjármagna verkefni sem eru á áhugasviði ESB.

Íslendingar hafa sögulega og eiga stöðugt í ýmsu samstarfi í Evrópu óháð EES.

EES Nauðsynlegt alþjóðasamstarf“

EES-er svæðisbundinn samningur, það er misnotkun íslenskrar tungu að kalla EES-samninginn alþjóðasamstarf, hann er hvorki fyrir alþjóðasamfélagið né „samstarfssamningur“. EES átti að vera þjóðréttarlegur en hefur þróast í að vera yfirþjóðlegur, þ.e. ESB-stofnanir hafa fengið vald æðra íslenskum stofnunum (s.s. samkeppnismál, upplýsingameðferð, fjármáleftirlit). Ísland hefur verið dregið inn í baráttumál ESB án þess að þurfa þess (viðskiptaþvinganir, umhverfismál) sem hefur valdið vaxandi kostnaði fyrir þjóðarbúið og verið hemill á þróun.

Ísland tekur þátt í margs konar alþjóðasamstarfi óháð EES.

Við verðum útilokuð ef við tökum ekki upp tilskipunina“.

Um þetta eru sérstök ákvæði sem eru ekki útilokunarákvæði. Alþingi og stjórnarráðið hafa þó ekki lagt í að hafna neinni tilskipun sem ESB vill að gildi hér. Norðmenn hafa gert það og ekki verið útilokaðir. Viðkomandi samningshluti EES getur fallið úr gildi ef Ísland hafnar tilskipun en ekki samingurinn sem slíkur. Þar eð Ísland er með aðra gilda samninga við ESB, s.s. Fríverslunarsamninginn, WTO- og GATS-samingana, getur ESB ekki útilokað íslenska aðila frá viðskiptum við fyriræki í ESB.

Fríverslunarsamningar veita Íslandi aðgang að ESB og alþjóðamörkuðum.

Þurfum sömu réttarvernd og ESB borgarar.“

Hið rétta er að EES hefur nú leitt til þess að að Alþingi hefur veitt vissum stofnunum ESB rétt til að gera aðför að íslenskum aðilum sem er í andstöðu við þá vernd fyrir lögsókn frá öðrum löndum sem þegnar Íslands eiga að njóta.

Saga mannréttinda i ESB-löndum er ófögur og nútíma stofnanir eru m.a. settar á fót til að koma þeim í eðlilegar skorður. Íslendingar áttu engan þátt í mannréttindabrotum í Evrópu en Ísland hefur samt sem áður gerst aðili að Mannréttindadómstólnum, Evrópuráðinu og ÖSE en þær stofnanir eru ekki á vegum ESB eða EES.

Réttarvernd á Íslandi hefur verið skert í tengslum við EES.

EES veitir aðgang að innri markaðnum“

er alvarlegasta rangfaerslan um EES og margir trúa henni af því hún er sífellt endurtekin. Goðsagnirnar um EES-samninginn fela raunverulegt innihald samningsins sem er að lýðræðislegum völdum Alþingis og Stjórnarráðsins hefur verið afsalað til ESB.

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.