Orkuóeirðir eru hafnar í ESB

Skattar á eldsneyti eru orðnir svo háir víða í ESB að almenningur er farinn að berjast gegn þeim á götum úti. Skattarnir eru afsakaðir með að þeir minnki útblástur koltvísýrings. Reynt hefur verið að fá fólk til að nota rafmagn en þá tekur ekki betra við: Raforkuverin blása líka út koltvísýringi eða skilja eftir kjarnorkuúrgang. Niðurstaðan hefur orðið að loka þeim en óhagkvæmari orkuver eru reist í staðinn sem þýðir að raforkan í ESB er orðin ein sú dýrasta í heimi.

Eldar brenna á götum franskra borga í jólamánuðinum og mannskaðar hafa orðið. Reiðin er mikil og útbreydd vegna skattlagningar eldsneytis. Það sem kom af stað óeirðunum í París er „kolefnisskattur“. Bensínverðið er orðið mjög hátt í ESB og EES. HFrökkum er það komið yfir 200kr/líter (það er yfir 220 hjá okkur!). Helmingur eða meir af því sem neytendur borga eru skattar. Framleiðslukostnaður eldsneytis hefur sjaldan verið lægri en stjórnvöld smyrja álögum á eldsneytið til þess að kosta áhugamál ríkjandi stjórnmálaafla. Ráðamenn virðast hafa gleymt ódýr orka er undirstaða að vellíðan borgaranna.

Búið að spilla öðrum orkuvalkostum

Verðið á annarri orku, raforku sem er stór útgjaldaliður heimilanna í ESB, er líka orðið of hátt. Orkukerfin eru orðin óhagkvæm og iðnaður sem notar orku í einhverjum mæli hrörnar stöðugt.

ESB-lönd hafa verið að þvinga fram skipti á öruggri hagkvæmri raforku, eins og kjarnorku og kolaorku, yfir í óörugga og kostnaðarsama orkuframleiðslu eins og vindmyllur og sólhlöður“.——“Það sem út úr því kemur er rafmagnsverð í hæstu hæðum og vandamál í hagkerfinu. Meðal Þjóðverji borgar þrisvar sinnum meira en meðal Bandaríkjamaður, aðallega vegna stjónvaldsfyrirskipana um orkuskipti (Energiewende). „Grænar“ nurgreiðslur hafa hækkað orkuverðið um allt Þýskalandi. Stjórnvöld þar hafa mælt fyrir um að kjarnorkuverunum verði lokað og vindmyllur og sólhlöður notaðar í staðinn, kostnaður áætlaður yfir 1 billjón bandaríkjadala „ (Dýrt rafmagn í ESB)

Rafhlöðubílar

Stjórnvöld reyna að fá almenning til að nota rafbíla. Þeir eru mikið niðurgreiddir af stjórnvöldum í ESB sem halda að þeir séu umhverfisvænni en eldsneytisbílarnir. Það er byggt á misskilningi, þeir eru umhverfisspillandi í framleiðslu og endurvinnslu. Í þá er notað mikið af dýrum og sjaldgæfum efnum sem unnin eru úr jörðu við mikil landspjöll og mengandi og heilsuspillandi úrvinnslu. Ending rafhlaðanna er takmörkuð. Förgun og endurnýting efnanna úr þeim er dýr og mengandi og ekki útséð með hvernig er hægt að haga endurvinnslunni. Ef skynsemin, eða almenningur sem þarf að borga, ræður ferð eru því líkur á að órarnir um rafbílavæðinguna fari brátt eins og fyrri draumórar hafa gert um hauglofts- (metan), vínanda- (alkóhól) og vetnisbíla.

Eldsneytisverð á Íslandi líka orðið of hátt

Eldsneyti er líka orðið of dýrt hérlendis, skattar og álögur eru nú orðnar meir en helmingur verðsins, m.a. til þess að kosta EES-tilskipanir um “orkuskipti” og eldsneyti.

Tafla með útreikningum á bensínverði á Íslandi nýlega (FÍB). Þessi nálgun byggir á útsöluverði í sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð án frekari afslátta. Koatnaðarverð er skráð heimsmarkaðsverð á bensíni á Norður Evrópumarkaði

Á Íslandi eru rafbílaeigendur líka styrktir með miklum niðurgreiðslum, annars yrðu rafbílarnir bæði allt of dýrir í inkaupum og rekstri. Rafbílarnir eru óhentugir hérlendis nema smábílar á styttri vegalengdum í þéttbýli. Kuldi, vindur og úrkoma draga úr hagkvæmni rafhlaðanna. Rafmagn til að hita bílinn dregur fljótt kraftinn úr rafhlöðunum og bílarnir geta verið hálfu til einu tonni þyngri en venjulegir bílar og þurfa því meiri driforku. Þyngdin skapar auk þess meiri hættur í hálku og við árekstra og veldur meira vegsliti en venjulegur bíll. Skemmdir á rafhlöðu geta valdið rafblossaslysi sem er hættulegt farþegum og nágrenni.

Rfamagnið á Íslandi er líka orðið of dýrt

Ísland er ekki lengur draumalanad ódýrrar orku. Rafmagnsreikningurinn hér á landi hefur verið að hækka. Eða reikningarnir því þeim hefur fjölgað sem rukka okkur, orkufyrirtækin okkar voru klofin í sundur í minni og óhagkvæmari fyrirtæki.

Aðskilnaðurinn var gerður á milli framleiðslu og flutnings á raforku með nýjum raforkulögum 2003. Var það í takt við samninga um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Fullyrt var við þessa breytingu að þetta væri gert, „til að láta samkeppnina leiða til hagræðingar og sjálfbærrar nýtingar á auðlindinni, notendum rafmagnsins og eigendum að auðlindinni til hagsældar“. Reynslan fyrir almenna neytendur, sér í lagi í dreifbýli, virðist þó hafa verið þveröfug“. (Bændablaðið)

Orkukerfið varð dýrara eftir að 1. og 2. okrupakki ESB reið yfir. Orkufyrirtækin hafa þar á ofan um skeið komist fram með að rukka mun hærra orkuverð en samsvarar rekstrarkostnaði: Það er oft kallað að okra á viðskiptavinunum. Alþingi ætlar nú að setja okurféð, sem raforkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar innheimta af henni, í „Þjóðarsjóð“ með þokukennd hlutverk um að fjármagna ímynduð framtíðar hrun og áföll. Líklega hefði Alþingi sóað sjóðnum til að borga Icesave-fjárkúgunartilraunina ef hann hefði verið til þá. Slíka sjóði á með réttu að fjármagna með venjubundinni skattheimtu. Of hátt orkuverð kemur verst niður á almenningi. Þessa vegna á Alþingi að sjá til þess að fyrirtæki í þjóðareigu og undir þess yfirstjórn okri ekki á þjóðinni og fyrirtækjum í landinu en noti féð til að halda orkuverði í lágmarki og fjármagna uppbygginguna.

Orkumál á Íslandi hafa smitast gegnum EES af draumórakenndum stefnumálum ESB. Blind hlýðni okkar við EES-tilskipanir um eldsneyti og raforkukerfið hafa valdið landsmönnum miklum skaða og stefnir í frekari skemmdarverk. Óeirðirnar vegna hás orkuverðs í Frakklandi sýna hvert stefnir í orkumálum ESB

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.