Árið 2018: Upphaf nýrrar frelsisbaráttu

Smáþjóðir þurfa stöðugt að berjast fyrir frelsi og sjálfstæði, líka við Íslendingar sem búum þó langt frá valdabáknum og úti á úthafseyju. Á þessu ári voru 100 ár síðan við sömdum um að losna undan danska stjórnvaldinu sem reyndist okkur þó undir lokin ekki alvont enda var þrýstingur þá að byrja frá „alþjóðasamfélaginu“, ekki síst Bandaríkjunum, um þjóðfrelsi. En það sem er minnisstæðast frá árinu 2018 er að þá hófst fyrir alvöru baráttan gegn mun stærra valdabákni en því danska: Evrópusambandinu og valdi þess yfir Íslandi sem EES-samningurinn kom á fyrir 25 árum.

Umræðan um EES hefur verið í þagnargildi en komst af stað á árinu. Upplýsingar um hið umfangsmikla stjórnvald sem ESB hefur yfir Íslandi hafa verið að koma fram í dagsljósið þó meginfjölmiðlarnir hafi sýnt lítinn áhuga. Bæði skemmdirnar á íslensku samfélagi, sem valdsboðin frá ESB hafa leitt af sér, sem og stjórnarskrárbrotin sem hafa verið framin, hafa komist upp á yfirborðið á árinu.

Árið 2018 markar upphaf að baráttunni fyrir endurheimt frelsis og sjálfstæðis sem glataðist til ESB 1. janúar, 1994.

This entry was posted in EES, Utanríkismál. Bookmark the permalink.