Stjórnlausir fólksflutningar til landsins

Með EES-samningnum komst á svo kallað fjórfrelsi, þar á meðal frelsi fólks í ESB til að flytja til landsins. Skömmu síðar tók Schengen samningurinn gildi um ferðir án vegabréfs. Stjórnvöld okkar misstu þar með mikilvæga stjórn á innflutningi fólks. Íbúar 500 milljón manna svæðis ESB koma hingað eftir hentugleikum til lengri eða skemmri tíma. Einnig margir sem þar vistast en eru frá öðrum svæðum. Margir búsetja sig hér. Íbúar landsins voru um 265 þúsund þegar EES og Schengen tóku gildi en hefur fjölgað um 36% í 360 þúsund. Fjölgunin er að mestu vegna innflutnings fólks. Samfélagið á erfitt með að taka við svo mikilli fólksfjölgun þrautalaust og er afleiðingin vöxtur erfiðra samfélagsvandamála og aukinn átroðningur á land og umhverfi.

Frá 1. desember 2015 til 1. desember 2018 hefur erlendum ríkisborgurum sem eru skráðir til heimilis hér á landi fjölgað úr 26.387 í 44.156 manns. Þetta er fjölgun sem nemur  67,6% —“ (Þjóðskrá,fréttir )

Auk íbúa ESB kemur þaðan líka talsverður fjöldi frá ýmsum öðrum heimshornum, nú eru um 20% af líbúum landsins af erlendum upppruna en var um 5% þegar EES/Schengen gengu í gildi. Ofan á íbúafjölgunina bætist vaxandi fjöldi ferðamanna. Álagið og átroðningurinn á land og landsgæði og hættan á ofnýtingu og spillingu umhverfisins hefur aukist. Ísland hefur verið lítið snortið af mannshöndum lengi en breyting er að verða á því. (Hagstofan, mannfjöldi)

Reynslan hefur sýnt að með auknum fjölda innflytjenda vex hætta á að samfélagið hætti að ráða við að þjónusta og aðlaga þá. Almannakerfið ræður núorðið illa við að halda uppi eðlilegri þjónustu á sumum sviðum; heilbrigðisþjónustu, uppeldi, uppfræðslu, löggæslu. Þar eð fólksflutningar til landsins eru í raun orðnir stjórnlausir koma vafasamir menn og lögbrjótar innan um þá sem koma til að ganga erinda, sækja vinnu eða nám. Glæpum hefur fjölgað mikið.

—Nauðgunum fjölgaði um 34% í fyrra og innbrotum um 59% samkvæmt lögreglustjóranum í Reykjavík. Skipulagðir erlendir hópar eru að verki og nýir koma þegar einhver er upprættur—“. (Fréttablaðið 2.1.2019)

Sjálfsmynd Íslendinga hefur beðið hnekki, þeir hafa litið á sig sem friðsæla velsældarþjóð í öruggu landi með lága glæpatíðni. Öryggistilfinning landsmanna hefur líka beðið hnekki, margir eru orðnir hræddir við að vera á ferli á vissum stöðum. Tortryggni og siðhnignun eru að vaxa, það er orðið erfitt að halda uppi eðlilegu almennu siðmenningarstigi.

Fjórfrelsisákvæði EES-samningsins um frjálsa flutninga fólks er ónothæft við hérlendar aðstæður. Sama er að segja um Schengenfrelsið. Það er hlutverk stjórnvalda að veita almenningi öryggi og að halda uppi lögum og reglu í landinu, fyrir bæði Íslendinga og aðra sem hér eru, og geta haft stjórn á för lögbrjóta og spillingarafla sem leita inn í landið.

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.