Alþingi á að stimpla 75 EES-tilskipanir í vetur

Á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands er þingmálskrá ríkisstjórnarinnar og tenglar á málalista, málafjöldinn er um 200, eitthvað mismunandi eftir listum. Þar af eru 62 eða um 30% valdsboð frá ESB vegna EES. Sum málanna eru með fleiri en einni tilskipun. Lagt er fyrir Alþingi að stimpla um 75 tilskipanir frá ESBhttps://www.frjalstland.is/thingmalsakra-149-loggjafarthings-2018-2019/

Alþingi hefur ekki hafnað tilskipunum ESB vegna EES-samningsins. Samþykki þingsins er formsatriði. Alþingi kemur hvergi að samningu tilskipananna, hvorki málefnavali nér innihaldi. Þær er gerðar í ESB af embættismönnum ESB og ekki af lýðræðislega kjörnum fulltrúum Íslands. Nærtækasta hugtakið yfir hlutverk Alþingis við „innleiðingu“ EES-tilskipananna er „stimplun“. ESB hefur í reynd löggjafarvald hérlendis í þessum málum samkvæmt EES-samningnum.

EES-valdsboðin ganga undir nokkrum nöfnum: Tilskipanir, reglugerðir, ákvarðanir, oft kallaðar „gerðir“. Tilskipanirnar, eða „tilskipanapakkarnir“ sem Alþingi á að „innleiða“ á þessu þingi eru um 75 talsins. Sumar mjög flóknar og langar með texta sem ekki kemur málinu við. Sumir titlarnir í þingmálaskránni eru um margar tilskipanir eða „pakka“Tilskipanirnar eru flestar íþyngjandi og valda auknum kostnaði fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, samtök og, ekki síst, ríkið og skattgreiðendur. Engin kostnaðaráætlum um áhrif, framfylgd og framkvæmd fylgir.

Stjórnvald um mikilvæg mál færist úr landi með tilskipununum. Stór hluti regluverks og laga á Íslandi eru ESB-lög og reglur. Árið 2018 stimplaði Stjórnarráðið um 200 EES-tilskipanir sem ekki þurftu fyrir Alþingi (vegna laga og fyrri tilskipana). Tilskipanirnar hafa áhrif á aðra laga- og reglusetningu og þarf að taka tillit til þeirra við margs konar stjórnvaldsframkvæmdir.

Stofnanir ESB hafa þegar fengið yfirráð yfir heilum málasviðum hér að miklu eða öllu leyti, framhjá íslenskum lýðræðislega grunduðum stjórnvöldum: Samkeppnismál, flugöryggismál, fjármálastarfsemi, umhverfismál, einstaklings-upplýsingar. Málasviðum sem fara undir stofnanir ESB mun fjölga. Til stendur að færa stjórnvald yfir raforkukerfi landsins undir stofnanir ESB.

Dæmi um valdsboð ESB til 149 löggjafarþings:

Tilskipanir um orkukerfið (3. pakkinn) er aftur á dagskrá. ESB stefnir að nýtingu allrar orkuframleiðslu í ESB og á EES í þágu sambandsins. Tilskipanirnar færa yfirstjórn íslenska orkukerfisins til ESB og stofnunar ESB á Balkanskaga, ACER.

Persónuverndarlögin(einstaklingsupplýsingareglur), sem sett voru sumarið 2018, eru flókin og dýr í rekstri og kalla á breytingar á ýmsum öðrum lögum samkvæmt málaskránni.

Fjármálaráðherra leggur fram flest málin, 54. Fjármálastarfsemin fær mikinn fjölda tilskipana og er þegar orið mjög stórt og flókið ESB-regluverk um hana. Ríkisaðstoð (bann ESB er við henni) er á málaskrá.

Póstþjónusan fær tilskipun um einkavæðingu

Umhverfismál. Tilskipanir um umhverfisáhrif, mengun og „loftslagsmál“, mikill fjöldi tilskipana um þessa málaflokka hafa þegar komist í réttarkerfi landsins, samþykktar af Alþingi og ráðuneytum.

Ýmsar tilskipanir: Lög og reglur ESB um peningaþvætti, um útlendinga og „alþjóðlega vernd“, neytendamál, farmenn, skattlagningu, fjarskipti, tóbaksvarnir, „rannsóknarinnviði“, „efnisveituþjónustu“ þarf Alþingi m.a. að lögleiða samkvæmt málaskránni.

Þingsályktunartillögurnar, 35 talsins, frá Utanríkisráðuneytinu eru að stórum hluta EES-tilskipanir, um 40 EES-valdsboð eru í málaskránni. Áframhaldandi flóð tilskipana er um fjármálafyrirtækin, einnig margar um orkukerfið (3. pakkinn).

Stofnanir ESB áttu ekki að hafa stjórnvald á Íslandi samkvæmt EES-samningnum enda andstætt íslenskum lögum. Orkumál, „loftslagsmál“ og fleiri mál voru heldur ekki í EES-samningnum en hann hefur og er að þenjast út án lýðræðislegrar umfjöllunar. Byrði og óhagræði samfélagsins af EES-samningnum vex stöðugt og er orðið margfalt það sem reiknað var með í byrjun. Alþingi heldur áfram að stimpla EES-tilskipanirnar án þess að nokkur vitneskja sé um íþyngjandi áhrif og kostnað.

This entry was posted in EES, Utanríkismál. Bookmark the permalink.