Áframhaldandi fullveldisafsal

Eitt af sakleysislegustu EES-valdsboðunum, af þeim 75 sem Alþingi á að stimpla í vetur, er „Frumvarp til laga um meðferð ríkisastoðarmála“. Lögin munu veita erindrekum EES vald til að heimta upplýsingar innan úr stofnunum og fyrirtækjum, leggja upplýsingaskyldu á þau og innheimta sektir af þeim milliliðalaust ef þau hlýða ekki. Og gera aðför að fyrirtækjunum ef þau borga ekki.

Þar eð þetta vald á, í lýðræðis- og réttarríki, að vera hjá stofnum landsins dugir ekki minna en að Alþingi setji valdaafsalið í lög.

Það er auðvitað brot á borgurunum, fyrirtækjum og stofnunum landsins, og fullveldisafsal. Og skerðing á réttaröryggi í landinu. ESA fær vald til að taka réttarfarslega bindandi ákvarðarnir á Íslandi og EFTA-dómstólinn fær dómsvald, aðfararhæft á Íslandi, yfir íslenskum lögaðilum.

Upplýsingarnar sem ESB vill láta ESA ganga beint að inni í fyrirtækjunum og stofnununum eru um ríkisaðstoð, opinberan stuðning eða ívilnanir sem þau mögulega njóta. Eins og kunnugt er hafa mörg fyrirtæki og starfsemi sem þróast hafa á lýðveldistímanum fengið meiri eða minni opinbera aðstoð. Í litlu hagkerfi er það oft forsenda fyrir uppbyggingu eða þjónustu að starfsemi geti þróast þó aðstandendurnir séu óburðugir til að kosta hana.

Bæði ESA og EFTA-dómstóllinn fá þannig aukið vald til að stjórna stuðningi opinberra aðila við til dæmis samfélagslega mikilvæga starfsemi. Fyrirtæki og stofnanir hér sem njóta opinbers stuðnings um lengri eða skemmri tíma geta verið af ýmsum gerðun. Bæði í framleiðslu og þjónustu. Um getur verið að ræða starfsemi sem metin er nauðsynleg fyrir samfélagið og eigi að njóta styrks ef erfitt er að reka starfsemina án hans.

Frumvarp til laga um meðferð ríkisaðstoðarmála. Frumvarpið felur í sér innleiðingu breytinga á samningi EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlits­stofnunar og dómstól er varða valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA þegar kemur að eftirliti með ríkisaðstoð. Hliðstæðar breytingar, að því er varðar valdheimildir framkvæmdastjórnar ESB, tóku gildi innan ESB árið 2013“.https://www.frjalstland.is/thingmalsakra-149-loggjafarthings-2018-2019/

ESA fær aukið vald til að leggja sig í stefnumarkandi ákvarðanir kjörinna fulltrúa um stuðning við ýmsa nauðsynlega starfsemi. Það eru ekki aðeins fyrirtæki heldur einnig þjónustuaðilar á til dæmis heilbrigðissviði sem fá auknar skyldur og geta lent í himinháum sektum. Upplýsingaskyldurnar til ESA geta stangast á við þagnarskyldur og geta verið margs konar áníðsla á fyrirtækjunum og þjónustunni. Vanskil á upplýsingum, of langur frestur á upplýsingagjöfinni, ónákvæmar eða rangar upplýsingar þýða sektargreiðslur. Sektirnar geta orðið 5% af veltunni fyrir smávægilegar yfirsjónir!

Ríkisaðstoð er almennt bönnuð í EES og hefur íslenska ríkið borið ábyrgð á að famfylgja þeirri kreddu og þurft að standa í stappi við EES-erindrekana út af ýmsum mikilvægum fyrirtækjum. En nú á að láta fyrirtækin og stofnanirnar sjálfar gera það.

Íslensk stjórnvöld hafa engin völd yfir ESA og EFTA dómstólnum. ESA er eftirlitsstofnun með því að EES-löndin hlýði valdsboðum ESB. Fær nú vald til að leggja upplýsingaskyldu og sektir á lögaðila á Íslandi. EFTA-dómstóllinn dæmir EES-löndin til að hlýða valdsboðum ESB, og nú lögaðila beint með aðfararhæfum dómum til að hlýða upplýsingaskyldu til ESA.

Stjórnvöld okkar hafa verið makka við ESB um meira valdafsal til sambandsins gegnum EES í ýmsum málum. Þegar eru margar stofnanir ESB komnar með milliliðalaust stjórnvald yfir Íslandi. Með þessum lögum fá eindrekar EES beint vald yfir íslenskum aðilum og dómstóllinn fullt dómsvald framhjá íslenskum dómstólum. Áframhaldandi fullveldisafsal.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.