Schengensamningurinn löngu hruninn

Einn af hættulegustu draumórum ESB er um afnám landamæra innan ESB. Íslendingar létu ánetjast Schengen eins og flestu sem ESB fitjar upp á. Um tíma virtist vera hægt að ráða við framkvæmd samningsins. En þegar flóttamannauppnámið hófst 2015 kom í ljós að Schengen og meðfylgjandi Dublinreglur réðu ekki við flóðið af flóttamönnum. Óþekktur fjöldi hefur komið til Evrópu og löndin á vegi þeirra hafa hvert af öðru sett upp landamærahindranir á eign vegum í trássi við Schengen. Með stjórnlausu flóttamannaflæði hafa komið vandamál sem lítið ræðst við.

Hugsunin með að afnema landamæri milli ESB landa er hluti draumanna um Bandaríki Evrópu. Afnám vegabréfskvaða við að fara yfir landamæri, eða koma af hafi eða lofti eins og til Íslands, var hugsuð til þess að hræra saman íbúa ESB og auðvelda samskipti. Göfugir draumar. En þýddi fyrir þróaðri lönd á Schegensvæðinu að þau urðu að opna sig fyrir mönnum með allt annað efnahags- og menningarstig. Ýmiss vandamál hafa fylgt, t.d. er eymd fólks oft notuð af gróðabröllurum sem erfiðlega reynist að stemma stigu við hér norðurfrá.

En það var flóttamannasprengjan úr suðri 2015 sem að lokum eyðilagði Schengen. Suður-Evrópulöndin Grikkland, Ítalía og Spánn áttu samkvæmt Scehengen að vera „framvarðalönd“, verja og sjá um eftirlit á landamörkum Evrópu að Miðjarðarhafi. Þetta reyndist þeim ofviða. Sömu lönd áttu einnig að skrá flóttamennina og meðhöndla umsóknir þeirra um landvist; samþykkja eða hafna landvist á Schegensvæðinu, kerfi hannað samkvæmt Fransk-Þýskum skriffinnskuhefðum og alls ónohæft í Suðru-Evrópu. Þegar flóðið var orðið að þjóðflutningum 2015 varð óframkvæmanlegt fyrir Suður-Evrópulöndin að framkvæma skráningu allra. Flóttamönnunum var í staðinn sleppt áfram til Norðu-Evrópu en þá lenti á löndum þar að skrá og afgreiða umsóknirnar. Skriffinnskukerfi Schengen og Dublinarregluverksins reyndist ónothæft.

Þegar flóðið 2015 hófst lýsti valdamesta land ESB, og líka það með verstu múgsamviskuna, því yfir að flóttamennirnir væru velkomnir til „Evrópu“. Þýskaland sagðist mundu taka á móti gríðarlegum fjölda. Langar gönguraðir, mest ungir karlar, tóku að þræða sig frá Suður-Evrópu upp til Norður-Evrópu. Flóðið var slíkt að löndin á vegi þess réðu ekki við ástandið. Þau tóku eitt af öðru að setja upp landamæragirðingar til þess að stöðva flóðið: Ungverjaland, Búlgaría, Austurríki og Slóvenía tóku að reisa varnargirðingar á landamærum sínum. Þar með var landamæraleysi og vegabréfaleysi Schengen afnumið í þeim löndum. Og Dublinarregluverkið orðið ónýtt.

ESB-sagði Makedóníu að setja upp „landamæragirðingu ESB“ á landamærunum við Grikkland sem yrðu ytri landamæri Schengen. Þar með var ekki aðeins að Schegen-löndin hefðu gefist upp við að halda Schengen gangandi heldur einnig höfuðpaurarnir í Brussel. Og Grikkland í raun rekið úr Schengen. Flóttamannaflóðið dreifist um Norður-Evrópu þar með til Íslands. Þeir sem hafa verið skráðir, fingrafaraðir og afgreiddir í Þýskalandi, Frakklandi eða Svíþjóð hafa sama rétt til að ferðast hingað og til annarra landa innan Schengen, sama þó þeim hafi verið smyglað eða komið ólöglega inn á Scehengensvæðið. Schengen og Dublinarreglufenið var hrunið til grunna.

Afsökunin fyrir aðild Íslands að Schengen er löngu orðin úrelt og stjórnlaus innflutningur flóttafólks gegnum ESB til Norður-Evrópu og Íslands afleiðingin. Þó yfirvöld vilji hilma yfir ástandið er almenningi að verða ljóst að stjórnvöld ráða ekki við flóttamannaflæðið. Það sem hefur gerst með flóttamannasprengjunnni 2015 getur endurtekið sig og íslensk stjórnvöld geta þá ekkert gert meðan ESB stjórnar flóttamannastraumnum með Schengensamningnum.

This entry was posted in Utanríkismál. Bookmark the permalink.