Stjórnvöld geta ekki varið hagsmuni landsins

Ríkisstjórnin eru nú að semja við ESB um að taka marga stóra bagga á herðar íslensku þjóðarinnar vegna EES. Stjórnvöld okkar treysta sér ekki til hafna fyrirskipunum og gefast ætíð upp fyrir ESB. Kjósendur fá sjaldnast að vita neitt fyrr en Alþingi og stjórnarráðið hafa stimplað tilskipanirnar og dýrkeypt valdsboð, sem alþingismennirnir okkar, undirsátar ESB, voru látnir samþykkja, komin á okkar herðar.

Alþingi þarf leyfi ESB til að setja lög. ESB hefur áform um að aðildarlönd verði að fá samþykki ESB fyrir lögum og reglugerðurm sem þau setja sjálf sem snertir þjónustustarfsemi. EES-löndin eru orðin svo þrælslunduð að þau hafa beðið ESB að gera allt sem hægt er til þess að nýju reglurnar nái líka til EES! https://europalov.no/rettsakt/meldeplikt-for-tillatelsesordninger-krav-til-tjenestevirksomhet/id-9657

Sýklamengað kjöt flutt inn. Stjórnvöld okkar hafa gefist upp við að verja landið gegn sýklamenguðum sláturdýrahlutum frá Evr-Asíu. Sýklar, sýklalyfjaónæmi og eiturefni eru að verða mesta ógn mannkyns. Íslenskur landbúnaður, og þar með heilsufar landsmanna, hefur algera sérstöðu sem verður fórnað. https://www.frjalstland.is/2018/02/24/heilsunni-og-atvinnunni-fornad/

Upplýsingskylda að viðlagðri lögsókn ESB-stofnana. Nú á að setja upplýsingaskyldu á fyrirtæki og stofnanir um að upplýsa ESB milliliðalaust um ríkisstyrk. Erindrekar ESB fá sektarheimild á íslensk fyrirtæki og aðfararleyfi til að innheimta ef út af ber. https://www.frjalstland.is/2019/02/12/aframhaldandi-fullveldisafsal/

● „Loftslagslög“. Stjórnvöld okkar eru að semja við ESB um að setja skuldbindingar á ríkissjóð, kallast ESR, um að minnka losun „gróðurhúsalofttegunda“ frá margs kyns strfsemi. Búið að gefa fyrirheit um að Ísland minnki koltvísýringslosun um 29% (frá 2005 til 2030) sem er óframkvæmanlegt og munu kosta þjóðina hundruðir milljarða í losunarkvótakaup í ESB. https://www.frjalstland.is/2019/01/10/stjornvold-aetla-ad-samthykkja-thungar-skuldbindingar-a-landid/

Orkukerfið undir ESB. Frumvarp um lögfestingu 3. orkutilskipanapakka ESB á að reyna að fá alþingismenn til að samþykkja, með honum verður raforkukerfi landsins stjórnað samkvæmt tilskipunum ESB hverju sinni. Versnandi orkukreppa er í ESB og ætlar sambandið að nýta íslenskar orkulindir í gegnum aflsæstreng sem er þjóðhagslega rangt og of áhættusamt https://www.frjalstland.is/2018/03/04/yfirstjorn-orkukerfisins-flutt-til-esb/

75 EES-fyrirskipanir um alls kyns mál þarf Alþingi að stipmla í vetur, auk þess þurfa ráðuneytin að stimpla miklu stærri haug. https://www.frjalstland.is/2019/01/30/althingi-a-ad-stimpla-75-ees-tilskipanir-i-vetur/

EES-samningurinn gerir okkar stjónvöld ófær um að verja hagsmuni landsins.

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.