Formaður starfshóps utanríkisráðuneytisins um EES, Björn Bjarnason, skrifar enn eina áróðursgreinina um ágæti EES í Morgunblaðið í dag. Hann veifar gömlu rangfærslunum. Dæmi:
Björn. „-Íslenskur efnahagur á svo mikið undir aðildinni að sameiginlega markaðnum í Evrópu (les ESB), EES-samstarfinu-“
Hið rétta: Sameiginlegi markaðurinn er ekki markaður heldur svæðið þar sem tilskipanir ESB gilda. Ísland er með aðgang að mörkuðum ESB með gildum fríverslunarsamningi og WTO- og GATS- samningum. Íslenskur efnahagur hefur tapað á útilokunum ESB á lönd utan ESB og verslunarhöftunum á vörur frá alþjóðamarkaðnum. EES er ekki samstarf heldur samningur um að ESB hafi um hönd stjórnvald vissra mála á Íslandi.
Björn: „Verkefnum hefur verið deilt til stofnana innan upphaflega rammans-“.
Hið rétta: Stjórnsýsluverkefnum hefur verið deilt á vissar stjórnvaldsstofnanir ESB utan upprunalega ramma EES.
Björn: -EES-samningurinn stendur óhaggaður og fellur innan marka íslensku stjórnarskrárinnar-“
Hið rétta: Erlendar stjórnvaldsstofnanir eiga ekki að hafa valdheimildir á Íslandi, það er brot á stjórnarskrá.
Björn: „- sérhæfðum fagstofnunum falið að fylgjast með einstökum sviðum -Lögð er áhersla á sameiginlega túlkun og úrlausn mála-“
Hið rétta: Ekki er um að ræða sameiginlega túlkun og úrlausn mála íslenskra og ESB-stofnana heldur er stjórnvaldsaðgerðum vissra stofnanna á Íslandi stjórnað einhliða af ESB og stofnunum þess.
Björn hefur eftir dómara við Efta-dómstólinn:
„-EFTA-ríkin þrjú hafa þannig haldið fullveldi sínu á sviði alþjóðaviðskipta-“
Hið rétta: ESB hefur staðið fyrir ýmsum hömlum á viðskipti EES-landa (sjá til dæmis EES-tilskipanir um viðskiptabann á Rússland). Ísland þarf að hlíta umfangsmiklum verslunahöftum á innflutning vöru frá löndum utan ESB.
„-að skort hafi skýr lagaákvæði um ríkisábyrgð í EES-reglur um innstæðutryggingar-“
Hið rétta: Skýr ákvæði lágu fyrir í regluverki EES um að ríkið bar ekki ábyrgð á innistæðum á reikningum banka á EES.
Starfshópur utanríkisráðherra um skoðun á EES hefur dæmt sig úr leik. Það er orðið brýnt að gerð verði hlutlaus og fagleg athugun á vegum Alþingis og Háskóla Íslands á EES-aðildinni.