Fyrirlestur í sal HT105 á Háskólatorgi fimmtudaginn 21. mars klukkan 17:30
Miklar umræður í Noregi um ACER, fullveldi og valkosti við EES.
ALLIR VELKOMNIR! Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Morten Harper, rannsóknastjóri norsku samtakanna Nei til EU (Nei við ESB) flytur fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi 21. mars kl 17:30 um breytta afstöðu í Noregi til EES-samningsins. Á síðustu misserum hefur umræðan um EES í Noregi tekið nýja stefnu, bæði hjá almenningi, stjórnmálaflokkum, verkalýðsfélögum, samtökum og sérfræðingum í málefnum sem EES snertir. Morten hefur fylgst með framkvæmd EES um árabil og skrifað greinar og skýrslur um ýmiss mál og rannsakað áhrifin af tilskipunum og öðrum valdsboðum EES í Noregi. Í fyrirlestrinum fjallar Morten um þróunina í umræðunni og í framkvæmd EES-samningsins. Og um mikil hagsmunamál, til dæmis 3. orkutilskipanapakka ESB. Hann segir frá hvernig umræðan um fullveldið og EES hefur þróast í Noregi. Hann fjallar um valkosti Noregs og þar með Íslands við EES en breytingin sem verður með Brexit er síst minni fyrir Noreg en Ísland.
Norðmenn höfnuðu aðild að ESB tvisvar í þjóðaratkvæðagreiðslum
Heimssýn Frjálst land Herjan Ísafold