Sjálfvirk ESB-væðing Íslands

Það er ekki aðeins að stór hluti af verkum Alþingis sé að stimpla EES-tilskipanir, þær koma líka inn til ráðuneytanna á færibandi. Stærstur hluti fer beint inn í reglugerðasafnið án þess að löggjafinn þurfi að koma þar nálægt, Alþingi hefur þegar gefið urmul af heimildum sem þjóna tilskipanaflóðinu frá ESB. Tilskipanirnar sem skella á ráðuneytunum hafa í för með sér sjálfvirka ESB-væðingu Íslands.

Stjónarráðið setti meir en 200 reglugerðir úr EES-tilksipunum árið 2018, um 43% af öllum reglugerðum sem Stjórnarráðið setti það árið en 2017 voru um 45% reglugerðanna úr EES-gerðum. Ráðuneytin gefa út reglugerðir beint úr þeim EES-tilskipununum sem þurfa ekki stimpil frá Alþingi, eða er áður búið að heimila, þær fara þá beint inn í reglugerðastaflann. Flest valdsboð ESB vegna EES eru þannig. Sumar tilskipanir eru til að afnema fyrri, sumir gerðatextarnir eru ekki einusinni gefnir út á íslensku heldur er mönnum vísað beint í ESB-valdsboðin. Heildar fjöldi EES-valdsboða til Íslands getur náð nærri hálfu þúsundi árlega og er orðinn um 10 þúsund frá byrjun. ESB-reglugerðavæðing Íslands er orðin sjálfvirk.

Um leið og tilskipanirnar hafa verið stimplaðar af Sameiginlegu EES-nefndinni í Brussel, sem þó er ekki lýðkjörið vald til að setja reglugerðir eða lög, eru þær orðnar að gildum stjórnvaldsfyrirmælum hér á Íslandi. Aðalstarf margra ráðuneyta og stofnana þeirra er orðið að taka við EES-tilskipunum, afrita sem reglugerðir og reyna að láta landslýð fara eftir þeim með hjálp eftirlitsstofnana. Stjórnvaldsstofnunum ESB sem hafa milliliðalaust vald yfir íslenskum aðilum fjölgar stöðugt og íslensku eftirlitsstofnununum sem heyra beint undir ESB-stofnanir fjölgar einnig. Íslensku ráuneytin eru orðin valdalítil eða valdalaus í fleiri og fleiri málum, og íslensku eftirlitsstofnanirnar sömmuleiðis.

Starfsmenn ráðuneytanna og stofnananna mæta á langa fundi hjá ESB vegna „EES-samstarfsins“. Þetta „samstarf“ felst ekki í að Íslendingar og starfsmenn ESB starfi saman að gerð tilskipananna. „EES-samstarfið“ er um hvernig best á að sjá til þess að Íslendingar hlýði tilskipunum, íslensku fulltrúarnir eru í „samstarfi“ um hvernig á að koma valdsboðum ESB í verk hér á landi. Fjöldi manns starfar þannig hjá skattgreiðendum við að fylgjast með að landsmenn hlýði tilskipunum ESB. Þessi ofhleðsla reglugerða og eftirlits er mjög kostnaðarsöm, bæði fyrir stjórnkerfið en aðallega fyrir fyrirtækin í landinu og almenning.

/Beinn og óbeinn kostnaður af íþyngjandi regluverki hefur verið áætlaður á vegum Viðskiptaráðs og HÍ um 165 milljarðar króna á ári, stærstur hluti er EES-reglugerðir. Kostnaðurinn étur upp um 1/3 af vöruútflutningstekjum landsins/

Reglugerðasafnið gefur til kynna að Ísland sé orðið strengjabrúða heimsvaldastefnu stórvelda sem vilja meiri og meiri völd. Mikill haugur reglugerða er afsakaður með „neytendavernd“ en eru í raun verslunarhöft; „gæðakröfur“, „samræming“, “merkingar, „visthönnun“ og leyfisskyldur sem hamla viðskiptum við alþjóðamarkaðinn. Einnig er mikill fjöldi um visðkipti með landbúnaðarvörur sem flestar ættu ekki að koma Íslandi neitt við. Eitt vinsælasta tilskipanaefni ESB er „umhverfismál“ eða „loftslagsmál“, flestar tilskipanirnar eru dýrkeyptar en gagnslausar og byggðar á ósönnuðum tilgátum. Fjármálakerfið fær eina reglugerðaholskefluna eftir aðra og er í raun alfarið komið undir stjón ESB og stjórnvaldsstofnana þess. Margar tilskipananna vísa beint í EES-boðorðin 4 (fjórfrelsið) og eru undantekningarlítið annaðhvort óþarfar eða skaðlegar, t.d. er „samkeppni“ sögð altumbætandi en hefur m.a. leitt til að eitt af mikilvægustu auðlindafyrirtækjum landsins, Hitaveita Suðurnesja, er komin í erlenda eigu.

Tilgangur tilskipananna er að þjóna hagsmunum ESB og þarlendra aðila þó þær séu settar undir öðrum formerkjum, dæmi:

-Þvingunaraðgerðir gegn fátækum, stríðshrjáðum og hrundum ríkjum: (Hvítarússlandi, Sómalíu, Mið-Afríkulýðveldinu, Zimbabve)

-þvingunaraðgerðir gegn Rússum (tilraunir ESB til að innlima Úkraínu)

-reglugerð um pakkaferðir (mikilvægur tilgangur?)

reglugerð um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir (byggt á tilgátum)

-reglugerð um raforkuvirki (fyrir gerð „óhefðbundins“ eldsneytis!)

reglugerðir um hönnun tækja (tæknileg verslunarhöft)

reglugerð um vöktun, vottun, skýrslugerð og mat á losun koltvísýrings frá

sjóflutningum (leiðir til kostnaðar við kaup á losunarheimildum í ESB)

Sjálfvirk setning reglugerða ESB vegna EES er orðin svo umfangsmikil að í raun er Fransk-Þýsk stjórn og stjórnhættir teknir við stórum og vaxandi hluta íslenska stjórnkerfisins. Með þeim kemur mikil íþyngjandi skriffinnska og miklar og kostnaðarsamar hömlur á starfsemi landsmanna. Áhrifin leiða til stöðnunar eins og er ríkjandi í ESB.

https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-artali/ar/2018

This entry was posted in EES, Utanríkismál. Bookmark the permalink.