Dýpkandi orkukreppa í ESB

ESB stefnir að nýtingu orku aðildarlanda ESB/EES í þágu sambandsins. Einkavæðing og einkaeign orkuvera, sundurlimun almannafyrirtækja, óheft samkeppni og millilandatengingar eru á dagskrá. Íslenska orkukerfið hefur þegar orðið fyrir slæmum áhrifum vegna EES og verri eru í vændum. Áhrif regluverks frá Brussel á orkukerfi aðildarlandanna eru oft svo slæm að löndin reyna að líta framhjá því. Óraunsæ stefnumál og tilskipanir ESB hafa þegar orðið til þess að orkuskortur, of hátt orkuverð, flótti atvinnufyrirtækja og óöryggi eru orðin landlæg á sumum svæðum í ESB.

Hæstu orkuverð á byggðu bóli eru í Danmörku og Þýskalandi. Fólk á í sívaxandi erfiðleikum með að borga orkureikningana. Mikill austur er af skattfé til orkuframleiðslu en dugir ekki til. Fyrirtæki sem þurfa að nota orku í talsverðum mæli eru mörg þegar búin að loka og flutt til landa með lægra orkuverð og þúsundir manna hafa bæst á atvinnuleysisskrárnar. Í Svíþjóð er að koma upp orkuskortur og mikilvæg verkefni komin í óvissu. Reynsla Svía, og reyndar flestra landa um allan heim, af samkeppni orkufyrirtækja er slæm sem helgast meðal annars af kostnaði og töpum í flutningskerfi, landfræðilegri dreifingu hagkvæmra orkuvera og að fáokunaraðstaða einkaaðila myndast auðveldlega.

Raunveruleiki aðildarlanda ESB/EES fellur ekki alltaf að draumum Brussel. Hollendingar og fleri lönd vilja nota gasið, nægt framboð frá Rússlandi og Noregi. Finnar og Frakkar halda í kjarnorkuna. Pólverjar og fleiri í kolaorkuna. Olía er aðgengileg m.a. frá Rússlandi og Noregi. Hvert land hefur byggt upp stitt orkukerfi og á þar miklar fjárfestingar sem menn vilja eðlilega nýta.

Þýskaland heldur ennþá fast í áætlanir um orkuskipti þó kostnaðurinn fyrir skattgreiðendur sé kominn úr öllu hófi (um 125 milljarðar 2000-2015, áætlað um 400 milljarðar evra næstu 20 árin).

https://www.iaee.org/en/publications/newsletterdl.aspx?id=439

Gífurleg umhverfisspjöll hafa orðið og stór landflæmi hafa þegar farið undir vindmyllur og sólhlöður sem hafa valdið fugladrápi og spillt örðu dýralífi, ræktarlandi, skógum, landsfegurð og friðsæld. Smíðaefnin í tækjunum eru óendurvinnanleg nema vissir málmar sem hægt er að endurvinna með miklum kostnaði og orku. Það þarf að 15-falda vindmyllur og sólhlöður ef einhver möguleiki á að verða að uppfylla orkuþörfina. Það er ógerlegt.

Stór hluti tilskipanaframleiðslu ESB er sagður vera vegna loftslagsbreytinga og setur ESB stöðugt auknar hömlur á ýmsa starfsemi með þeirri skírskotun. Önnur lönd setja ekki viðlíka kvaðir á starfsemi í sínum löndum sem gerir að samkeppnisaðstaða ESB/EES-landa versnar stöðugt. Eitt af helstu áhugamálum Brussel, „kolefnishlutleysi 2050“, sem átti að taka mikilvæga ákvörðun um á leiðtogafundi 22. mars s.l., var óvænt frestað enda byggt á geðþóttaákvörðun um yfirvofandi 1,5 C° hlýnun loftslags. Viss raunsæissjónarmið virðast vera að komast að hjá ráðamönnum ESB enda kostnaður þegar orðinn óheyrilegur og farinn að valda uppnámi í orkumálum ESB og þar með hagkerfunum. Ásælni ESB og þarlendra fjárfesta í orkulindir Íslands mótast af þessari stöðu.

https://www.apnews.com/Climate

Orkuskortur og orkuokur eru heimatilbúin vandamál ESB, komin af óraunsærri stefnumörkun og rangri stjórn orkumála sem Ísland hefur verið að smitast af og versnar með hverju nýju valdsboði, „orkupökkum“, frá ESB. Framtíðar orkufyrirtæki, hér og í ESB, eiga að vera í eigu fjárfesta í ESB/EES og undir stjónvaldi ESB ef Brussel fær vilja sínum framgengt.

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.