EES vanvirðir samhengi lýðræðisins við réttarríkið

EES-samningurinn felur í sér framsal á löggjafarvaldi, framkvæmdavaldi og dómsvaldi til Evrópusambandsins. Hann gengur framhjá og vanvirðir hið gamalgróna lýðræði um stjórn Íslands. ESB hefur stöðugt víkkað út sitt vald og hefur Ísland ekki hafnað neinni tilskipun sem komið hefur frá ESB, með mjög slæmum afleiðingum fyrir landið. EES-samningurinn hefur af áróðursmönnum verið kallaður „alþjóðasamningur“, „viðskiptasamningur“, „samstarfssamningur“. Engin af þessum nafngiftum er réttnefni.

Til þess að fela hið raunverulega innihald samningsins eru nefndir og ráð sem tilskipanirnar koma í gegnum. Engar af þessum nefndum og ráðum hafa áhrif á innihald tilskipananna, engar hafa lýðræðislegt umboð til að samþykkja lög fyrir Ísland. EES samningurinn hefur tekið löggjafarvald af Alþingi. Mörg ráðuneytin og stjórnsýslustofnanirnar eru orðnar að miklu leyti framlenging á stjórnsýslustofnunum ESB. Dómstóllinn sem dæmir EES löndin, og jafnvel lögaðila þeirra, til að hlýða valdsboðum frá ESB, s.k. EFTA dómstóll (rangnefni, hann heyrir ekki undir EFTA) á með réttu ekki að hafa lögsögu hér á landi.

Arnar þór Jónsson skrifar:

-„Menn skilja bet­ur regl­ur sem þeir semja sjálf­ir

Það er ekk­ert feimn­is­mál að segja eins og er, að í EES-sam­starf­inu hafa Íslend­ing­ar verið mót­tak­end­ur reglna en ekki tekið þátt í mót­un þeirra. Það er held­ur ekk­ert ljótt að segja það hreint út, að slík staða er engu lýðræðis­ríki sæm­andi til lengd­ar. Slík staða er held­ur ekki í neinu sam­ræmi við þann laga­lega grunn sem lagður var að stofn­un Alþing­is árið 930 og mótað hef­ur laga­hefð Íslend­inga alla tíð, þrátt fyr­ir löng tíma­bil niður­læg­ing­ar, und­irok­un­ar og kúg­un­ar. –

Alþingi – og ís­lenska þjóðveldið – var reist á vilja manna til að eiga sam­fé­lag hver við ann­an á grund­velli laga sem þeir áttu sam­an; laga sem mótuð voru í sam­búð þeirra út frá eig­in reynslu, um­hverfi og aðstæðum. Um þenn­an stór­merka viðburð, sem í raun má kall­ast heims­sögu­leg­ur, hef­ur Sig­urður Lín­dal ít­ar­lega fjallað. Sjálf­ur stend ég í ævi­langri þakk­ar­skuld við hann sem kenn­ara minn fyr­ir að hafa vakið hjá mér áhuga á þess­ari perlu sög­unn­ar, þegar menn með ólík­an bak­grunn, í nýju landi, ákváðu að hafa lög hver við ann­an en ekki ólög.-

Hvað ger­ist?

Þegar rík­is­vald sýn­ir til­b­urði í þá átt að umbreyt­ast í al­ríki eru marg­ar ástæður fyr­ir því að viðvör­un­ar­bjöll­ur hringi. Yfirþjóðlegt laga­setn­ing­ar-, fram­kvæmda- og dómsvald rýf­ur það sam­hengi sem hér hef­ur verið lýst milli laga og sam­fé­lags, rýr­ir laga­lega arf­leifð, lít­ur fram hjá hags­mun­um þeirra sem standa næst vett­vangi og van­v­irðir í stuttu máli sam­hengi lýðræðis­hug­sjón­ar­inn­ar við rétt­ar­ríkið. Slíkt er aug­ljós­lega á skjön við stjórn­skip­an Íslands.

Af­leiðing­arn­ar blasa við í mál­um eins og orkupakka 3: Þing­menn hyggj­ast taka að sér að inn­leiða í ís­lensk­an rétt regl­ur sem er­lend­ir skriff­inn­ar hafa samið út frá er­lend­um aðstæðum og er­lend­um hags­mun­um; lög­fræðing­ar taka að sér hlut­verk ein­hvers kon­ar spá­manna og freista þess með krist­als­kúl­um að segja fyr­ir um hvernig ís­lensk­um hags­mun­um muni reiða af við fram­kvæmd hinna er­lendu reglna; lög­gjaf­arþing tek­ur hinar er­lendu regl­ur ekki til efn­is­legr­ar umræðu og end­ur­skoðunar en læt­ur sér nægja að leika hlut­verk lög­gjaf­ans.

Við slík­ar aðstæður breyt­ist Alþingi Íslend­inga í kaffi­stofu þar sem fjallað er um hið smáa en ekki hið stóra og víðtæka; smá­mál eru gerð að stór­mál­um, en stór­mál töluð niður og dul­bú­in sem smá­mál. Hreyfi menn and­mæl­um er því svarað með að ákv­arðanir um inn­leiðingu hafi „þegar verið tekn­ar“ með þeim hætti að við „verðum að ganga frá þeim form­lega“ til að þær öðlist gildi meðal þeirra þjóða sem í hlut eiga „ef við vilj­um áfram vera aðilar að EES“.

Á móti spyr stór hluti ís­lenskr­ar þjóðar hvað sé lýðræðis­legt við það ferli sem hér um ræðir. Fyr­ir mitt leyti sé ég ekk­ert lýðræðis­legt við það að maður í teinótt­um jakka­föt­um rétti upp hönd til samþykkt­ar á lokuðum fundi sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar og málið eigi þar með að heita „lýðræðis­lega út­kljáð“. Þetta er í mín­um huga af­skræm­ing á lýðræðis­leg­um rétti full­valda þjóðar og mætti með réttu kall­ast lýðræðis­blekk­ing.

Sam­an­tekt

Íslend­ing­ar eru ekki í neinu raf­orku­sam­fé­lagi með þjóðum sem búa hand­an við hafið. Við höf­um því ekki haft nein áhrif á eða aðkomu að regl­um sem þar hafa verið samd­ar um raf­orku og flutn­inga raf­orku milli ríkja. Í ljósi alls framan­ritaðs er vand­séð, svo ekki sé meira sagt, hvers vegna við eig­um að inn­leiða þess­ar regl­ur í ís­lensk­an rétt og veikja auk þess um leið stöðu okk­ar í hugs­an­leg­um samn­ings­brota­mál­um sem höfðuð verða í kjöl­farið.

Þótt margt megi vafa­laust finna lýðveld­inu Íslandi til foráttu vil ég með vís­an til fram­an­greindra atriða mót­mæla því sjón­ar­miði að það væri ís­lensk­um al­menn­ingi mjög til fram­drátt­ar að æðsta dómsvald og ákvörðun­ar­vald í inn­an­rík­is­mál­um Íslands sé, í trássi við stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins Íslands nr. 33/​1944, geymt í er­lend­um borg­um. Kröf­ur um slík­an vald­flutn­ing hljóma held­ur ekki vel úr munni þeirra sem vilja stilla sér upp sem sér­stök­um málsvör­um lýðræðis, lýðfrels­is og mann­rétt­inda, þ.m.t. sjálfs­ákvörðun­ar­rétt­ar ein­stak­linga og þjóðar. Ég rita þess­ar lín­ur til að and­mæla því að Íslandi sé best borgið sem ein­hvers kon­ar léni ESB eða MDE sem léns­herr­ar, ólýðræðis­lega vald­ir, siði til og skipi fyr­ir eft­ir hent­ug­leik­um án þess að Íslend­ing­ar sjálf­ir fái þar rönd við reist. Slíkt verður ekki rétt­lætt með vís­an til þess að Íslend­ing­ar hafi kosið að „deila full­veldi sínu“ með öðrum þjóðum.“

Fullveldið skiptir máli. Arnar Þór Jónsson, Morgunblaðinu 27.7.2019

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.